Menn treysta því... Guðmundur Andri Thorsson skrifar 5. september 2016 07:00 Baráttan fyrir náttúruvernd er eilífðarverkefni. Eyðingaröfl mannsins eru sívirk og óþreytandi – menn sem vilja þaulnýta gjafir náttúrunnar með stundargróðann einan að leiðarljósi en hirða ekki um hugsanlegar afleiðingar umsvifanna á vistkerfið. Trúa ekki náttúruvísindamönnum – eða er bara hreinlega sama; finnst það skipta meira máli að hafa það þægilegt hér og nú; mestu varði að „skapa atvinnu“. Svo eru alltaf til menn sem líta á náttúruna sem ófullkomna og telja hlutverk sitt að laga hana og leiðrétta, betrumbæta ferla hennar og hámarka not hennar fyrir mannskepnuna. Og loks eru þeir til sem er beinlínis í nöp við náttúruna; mega ekki sjá foss án þess að vilja fjötra hann; fljót án þess að vilja stífla það; fjall án þess að vilja moka úr því; fugl án þess að vilja skjóta hann. Menn sem eru alltaf að eltast við síðasta geirfuglinn.… að það reddist Og nú er tekist á um fiskeldi og stórfelld umsvif norskra fiskeldisfyrirtækja hér á landi eftir að þrengt hefur verið að starfsemi þeirra í Noregi vegna alvarlegra vandamála sem hún hefur haft í för með sér fyrir norska náttúru. Þá er horft til Íslands til að halda áfram án þess að þurfa að lúta of ströngum reglum og stífu eftirliti. Helst er horft til Vestfjarða. Við munum eftir því að fyrir nokkrum árum komu nokkrir menn í Arnarfjörðinn – fegursta fjörð landsins – svipuðust þar um og sögðu svo: Hér vantar einmitt olíuhreinsunarstöð. Og hófust handa við furðu almennan fögnuð en til allrar hamingju þraut þá örendið áður en þeir næðu að gera auðugustu fiskimið Evrópu að olíuflutningasvæði og fjörðinn fagra að vettvangi fyrir eina óþrifalegustu iðju sem rányrkja mannsins á jarðargæðunum hefur í för með sér. Og enn hafa menn uppi mikil áform á Vestfjörðum. Þegar er búið að veita leyfi fyrir laxeldi í sjó þar vestra í þúsundatonnavís og hefur verið sótt um leyfi fyrir ennþá meira eldi – svo skiptir tugum þúsundatonna hér og þar um landið. Óhætt er að segja að í þessum áformum öllum sjái menn í hyllingum mikla peninga en treysti að öðru leyti á guð og lukkuna, en einkum þó norskt hugvit. Menn treysta því að ekki þurfi að rannsaka áhrif framkvæmdanna á lífríkið, og vilja helst vera búnir að gera sem mest áður en næst að rannsaka áhrifin í sönnum Kröflustíl. Menn treysta því að laxeldið muni ekki hafa áhrif á náttúrulega fiskistofna; treysta því að það sleppi til þó að laxeldið sé á mjög viðkvæmu svæði, og í grennd við þekktar lax- og silungsveiðiár. Menn treysta því að þó að fiskar sleppi út í náttúruna þá muni þeir ekki blandast við villta stofna með þeim afleiðingum fyrir þá stofna sem hér eru að þeir munu glata uppsöfnuðum hæfileikum sínum til að lifa af við einmitt þær aðstæður sem ríkja í þeirri á sem allar laxakynslóðirnar á undan þeim hafa vitjað á hverju ári frá lokum ísaldar. Tökum sénsinn á því. Þeir finna eitthvað út úr því Norðmennirnir. Menn treysta því að laxeldið hafi ekki áhrif á fuglalíf og að mengun verði ekki vandamál kringum þennan rekstur; menn treysta því að áhrif á æðarvarp og skelfisk verði engin. Menn treysta því að sjúkdómar berist ekki með hafstraumum og menn treysta því að laxalús, sem verið hefur mikið vandamál í Noregi, muni ekki þrífast hér við land. Um að gera að taka bara sénsinn á því.Landnámsmenn Menn eru með öðrum orðum bjartsýnir og að sama skapi sinnulitlir um allt það sem í húfi kann að vera, gangi öll þessi áform eftir. Í fyrsta lagi er náttúran verðmæt í sjálfri sér; það er grundvallarregla að maðurinn hagi ævinlega verkum sínum þannig að náttúran skaðist ekki eða skerðist, sem er raunar alls ekki erfitt því að nógar eru gjafir jarðar til að fæða allar skepnur. Í öðru lagi hefur Ísland sérstaka – og viðkvæma – ímynd sem þarf að gæta sérstaklega. Þetta er ímynd óspilltrar náttúru, sem verður því sterkari og verðmætari sem náttúran er – óspilltari. Matvælaframleiðsla er göfug iðja í sveltandi heimi en þegar um er að ræða svo viðkvæma starfsemi sem fiskeldi er ekki hægt vaða áfram með úreltum aðferðum frá Noregi, sem hafa skilið eftir sig óafturkræf umhverfisspjöll, mengaða firði þar sem lítið líf þrífst og villta laxastofna sem eru nú þegar byrjaðir að blandast eldisfiskinum þannig að þeir munu halda áfram að veiklast á næstu áratugum. Nú þegar fiskeldi Samherja undir merki Íslandsbleikju segir frá því að þeir ætli að stórauka umsvif sín í lítt mengandi landeldi á bleíkju og laxi, með starfsstöðvum í Axarfirði og Grindavík, hafa Norðmenn hins vegar mestan áhuga á að komast ódýrt í ósnortna firði við Íslandsstrendur og gjöreyða þeim eins og þeir hafa nú þegar gert heima fyrir – með dyggum stuðningi íslenskra sveitarstjórna og hins opinbera sem taka allri fjárfestingu á landsbyggðinni fegins hendi. Og íslenskir athafnamenn kætast yfir því að fá loks til liðs við sig erlend fyrirtæki sem kunni til verka eftir langa sorgarsögu gjaldþrota í fiskeldi hér við land. Næst verður það líklega Grænland – eins og þegar norsku landnámsmennirnir eyddu fyrst birkiskógunum á Íslandi með aðstoð sauðkindarinnar og héldu síðan áfram á Grænlandi þegar allt var upp urið hér á landi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Baráttan fyrir náttúruvernd er eilífðarverkefni. Eyðingaröfl mannsins eru sívirk og óþreytandi – menn sem vilja þaulnýta gjafir náttúrunnar með stundargróðann einan að leiðarljósi en hirða ekki um hugsanlegar afleiðingar umsvifanna á vistkerfið. Trúa ekki náttúruvísindamönnum – eða er bara hreinlega sama; finnst það skipta meira máli að hafa það þægilegt hér og nú; mestu varði að „skapa atvinnu“. Svo eru alltaf til menn sem líta á náttúruna sem ófullkomna og telja hlutverk sitt að laga hana og leiðrétta, betrumbæta ferla hennar og hámarka not hennar fyrir mannskepnuna. Og loks eru þeir til sem er beinlínis í nöp við náttúruna; mega ekki sjá foss án þess að vilja fjötra hann; fljót án þess að vilja stífla það; fjall án þess að vilja moka úr því; fugl án þess að vilja skjóta hann. Menn sem eru alltaf að eltast við síðasta geirfuglinn.… að það reddist Og nú er tekist á um fiskeldi og stórfelld umsvif norskra fiskeldisfyrirtækja hér á landi eftir að þrengt hefur verið að starfsemi þeirra í Noregi vegna alvarlegra vandamála sem hún hefur haft í för með sér fyrir norska náttúru. Þá er horft til Íslands til að halda áfram án þess að þurfa að lúta of ströngum reglum og stífu eftirliti. Helst er horft til Vestfjarða. Við munum eftir því að fyrir nokkrum árum komu nokkrir menn í Arnarfjörðinn – fegursta fjörð landsins – svipuðust þar um og sögðu svo: Hér vantar einmitt olíuhreinsunarstöð. Og hófust handa við furðu almennan fögnuð en til allrar hamingju þraut þá örendið áður en þeir næðu að gera auðugustu fiskimið Evrópu að olíuflutningasvæði og fjörðinn fagra að vettvangi fyrir eina óþrifalegustu iðju sem rányrkja mannsins á jarðargæðunum hefur í för með sér. Og enn hafa menn uppi mikil áform á Vestfjörðum. Þegar er búið að veita leyfi fyrir laxeldi í sjó þar vestra í þúsundatonnavís og hefur verið sótt um leyfi fyrir ennþá meira eldi – svo skiptir tugum þúsundatonna hér og þar um landið. Óhætt er að segja að í þessum áformum öllum sjái menn í hyllingum mikla peninga en treysti að öðru leyti á guð og lukkuna, en einkum þó norskt hugvit. Menn treysta því að ekki þurfi að rannsaka áhrif framkvæmdanna á lífríkið, og vilja helst vera búnir að gera sem mest áður en næst að rannsaka áhrifin í sönnum Kröflustíl. Menn treysta því að laxeldið muni ekki hafa áhrif á náttúrulega fiskistofna; treysta því að það sleppi til þó að laxeldið sé á mjög viðkvæmu svæði, og í grennd við þekktar lax- og silungsveiðiár. Menn treysta því að þó að fiskar sleppi út í náttúruna þá muni þeir ekki blandast við villta stofna með þeim afleiðingum fyrir þá stofna sem hér eru að þeir munu glata uppsöfnuðum hæfileikum sínum til að lifa af við einmitt þær aðstæður sem ríkja í þeirri á sem allar laxakynslóðirnar á undan þeim hafa vitjað á hverju ári frá lokum ísaldar. Tökum sénsinn á því. Þeir finna eitthvað út úr því Norðmennirnir. Menn treysta því að laxeldið hafi ekki áhrif á fuglalíf og að mengun verði ekki vandamál kringum þennan rekstur; menn treysta því að áhrif á æðarvarp og skelfisk verði engin. Menn treysta því að sjúkdómar berist ekki með hafstraumum og menn treysta því að laxalús, sem verið hefur mikið vandamál í Noregi, muni ekki þrífast hér við land. Um að gera að taka bara sénsinn á því.Landnámsmenn Menn eru með öðrum orðum bjartsýnir og að sama skapi sinnulitlir um allt það sem í húfi kann að vera, gangi öll þessi áform eftir. Í fyrsta lagi er náttúran verðmæt í sjálfri sér; það er grundvallarregla að maðurinn hagi ævinlega verkum sínum þannig að náttúran skaðist ekki eða skerðist, sem er raunar alls ekki erfitt því að nógar eru gjafir jarðar til að fæða allar skepnur. Í öðru lagi hefur Ísland sérstaka – og viðkvæma – ímynd sem þarf að gæta sérstaklega. Þetta er ímynd óspilltrar náttúru, sem verður því sterkari og verðmætari sem náttúran er – óspilltari. Matvælaframleiðsla er göfug iðja í sveltandi heimi en þegar um er að ræða svo viðkvæma starfsemi sem fiskeldi er ekki hægt vaða áfram með úreltum aðferðum frá Noregi, sem hafa skilið eftir sig óafturkræf umhverfisspjöll, mengaða firði þar sem lítið líf þrífst og villta laxastofna sem eru nú þegar byrjaðir að blandast eldisfiskinum þannig að þeir munu halda áfram að veiklast á næstu áratugum. Nú þegar fiskeldi Samherja undir merki Íslandsbleikju segir frá því að þeir ætli að stórauka umsvif sín í lítt mengandi landeldi á bleíkju og laxi, með starfsstöðvum í Axarfirði og Grindavík, hafa Norðmenn hins vegar mestan áhuga á að komast ódýrt í ósnortna firði við Íslandsstrendur og gjöreyða þeim eins og þeir hafa nú þegar gert heima fyrir – með dyggum stuðningi íslenskra sveitarstjórna og hins opinbera sem taka allri fjárfestingu á landsbyggðinni fegins hendi. Og íslenskir athafnamenn kætast yfir því að fá loks til liðs við sig erlend fyrirtæki sem kunni til verka eftir langa sorgarsögu gjaldþrota í fiskeldi hér við land. Næst verður það líklega Grænland – eins og þegar norsku landnámsmennirnir eyddu fyrst birkiskógunum á Íslandi með aðstoð sauðkindarinnar og héldu síðan áfram á Grænlandi þegar allt var upp urið hér á landi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun