Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 10:45 Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. „Það er alltaf gaman að hitta strákana, við erum orðnir svo miklir vinir að maður bíður spenntur eftir því að hitta þá. Það er alltaf gaman hjá okkur og maður kvartar ekki,“ segir Jóhann léttur en hvernig verður það fyrir ykkur að spila á þessum stóra velli án áhorfenda? „Það verður skrítið og maður veit ekki hvort það hjálpar okkur en þetta verður væntanlega jafn leikur. Fyrstu mínúturnar verða kannski svolítið skrítnar af því að það verða engir áhorfendur á vellinum. Maður þarf að passa sig að gíra sig almennilega upp í þennan leik. Það gerist allt inni í klefa fyrir leik, við fáum ekkert pepp frá áhorfendum.“ Íslendingar eru í 23. sæti á FIFA-listanum en Úkraínumenn í 30. sæti. Er nokkurt vanmat í gangi? „Þeir eru með frábært lið og með góða leikmenn, við getum ekkert farið í þennan leik og haldið að af því að við fórum lengri á EM að við getum unnið þennan leik. Fótboltinn virkar bara ekki þannig, því miður. Við þurfum allir að mæta 100 prósent í þennan leik til að ná í góð úrslit. Við höfum ekki efni á því að vanmeta einhver lið þrátt fyrir að við höfum gert góða hluti á EM í sumar.“ Jóhann Berg skipti í sumar yfir í Burnley sem spilar í ensku úrvalsdeildinni og er ánægður með vistaskiptin. „Ég hef ekki byrjað inná í leikjum á leiktíðinni en það fer að koma að því. Ég hef fengið að spila þó nokkuð en það eru bara þrír leikir búnir og margir eftir og ég er sallarólegur.“ Þrátt fyrir að Jóhann hafi staðið sig vel með Charlton á síðustu leiktíð þá gékk liðinu illa. „Það er auðvitað miklu skemmtilegra að vera í úrvalsdeildinni. Þetta er stærsta deild í heimi og þar viltu spila.“ Jóhann Berg segir að fyrsta markmið Burnley sé að halda sætinu í deildinni. Liðið var í deildinni fyrir tveimur leiktíðum og var nálægt því að halda sér uppi. Telurðu það raunhæft að Burnley haldi sér í úrvalsdeildinni? „Já, að sjálfsögðu held ég það,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira