Fótbolti

Boxleitner: Kom mér á óvart hvað strákarnir voru góðir

Arnar Björnsson í Kiev skrifar
Sebastian Boxleitner stjórnaði upphitun hjá landsliðsmönnum á einu æfingunni hér í Kænugarði.  KSÍ réði hann til starfa í sumar.  

Hann er ánægður með standið á landsliðsmönnum og það kom honum á óvart í hve góðu formi þeir voru.  

„Á þessum fyrstu æfingum var ég ekki að sjá hve hratt þeir gætu hlaupið eða hátt þeir gætu hoppað. Ég var meira að leita eftir gæðunum, hvernig þeir hreyfa sig og það kom mér á óvart hve góðir þeir voru,“ segir Boxleitner.  

„Ég veit að þeir eru í góðu formi og núna erum við aðeins að vinna með litlu hlutina vegna þess hve skamman tíma við höfum til undirbúnings fyrir leikinn.“


Tengdar fréttir

Allra augu á Shevchenko

Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev.

Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja

Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×