Sjáðu Bentley Bentayga jeppann ná 302 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2016 15:40 Nýi Bentayga jeppinn frá Bentley er engin smásmíði, 2.422 kg þungur og 514 cm langur hlunkur, en það kemur ekki í veg fyrir að hann nái yfir 300 km hraða. Það var sannreynt og myndað um daginn og sést hér að ofan. Það þarf mikið afl til að henda svona miklum grip á slíka ferð, eða 600 hestafla W12 vél sem togar 900 Nm. Bentayga er líka nokkuð snöggur úr sporunum og er kominn í 100 km hraða á 4 sekúndum. Það var þýska bílatímaritið Auto Bild sem vildi finna út úr því hvort hámarkshraðatölur Bentayga stæðust og það sannreyndu starfsmenn þess. Bentayga kemst í 160 km hraða á 10 sekúndum og er ári snöggur í 240 km hraða en fyrir ofan það fer að slakna á hröðuninni, en hægt og rólega nær hann þó yfir 300 km hraða með öll sín 600 hestöfl. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent
Nýi Bentayga jeppinn frá Bentley er engin smásmíði, 2.422 kg þungur og 514 cm langur hlunkur, en það kemur ekki í veg fyrir að hann nái yfir 300 km hraða. Það var sannreynt og myndað um daginn og sést hér að ofan. Það þarf mikið afl til að henda svona miklum grip á slíka ferð, eða 600 hestafla W12 vél sem togar 900 Nm. Bentayga er líka nokkuð snöggur úr sporunum og er kominn í 100 km hraða á 4 sekúndum. Það var þýska bílatímaritið Auto Bild sem vildi finna út úr því hvort hámarkshraðatölur Bentayga stæðust og það sannreyndu starfsmenn þess. Bentayga kemst í 160 km hraða á 10 sekúndum og er ári snöggur í 240 km hraða en fyrir ofan það fer að slakna á hröðuninni, en hægt og rólega nær hann þó yfir 300 km hraða með öll sín 600 hestöfl.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent