Fótbolti

Alfreð: Maður vill alltaf meira

Arnar Björnsson skrifar
Alfreð Finnbogason nýtti tækifæri sitt í byrjunarliðinu og vel. Hann kom í stað Kolbeins Sigþórssonar og skoraði strax á sjöttu mínútu. Þetta reyndist eina mark íslenska liðsins í jafnteflinu í Kænugarði.

„Já, það er alltaf gott að skora, sama hvenær markið kemur og sérstaklega svona snemma í jafn mikilvægum leik, það var mjög ánægjulegt,“ sagði Alfreð sem var ánægður með markið. Hann var einnig ánægður með að hafa nýtt tækifærið í byrjunarliðinu en hann hefur oft mátt sætta sig við hlutverk varamannsins með íslenska landsliðinu.

„Það er alltaf hægt að deila um það auðvitað finnst manni að maður eigi að fá fleiri tækifæri og eina leiðin til að sýna það er að nýta tækifærið þegar það kemur. Mér fannst það ganga sérstaklega vel í dag og þá kannski helst í fyrri hálfleik. Ég reyni bara að nýtast liðinu sem best og það er það sem þjálfararnir vilja fá frá mér.    

Hann segir að menn hefðu auðvitað viljað klára leikinn snemma enda fengið færin til þess. „Við fórum illa með góð upphlaup. Við komum okkur oft í góð tækifæri sem við nýttum ekki nógu vel. Fyrri hálfleikurinn var mjög flottur hjá okkur og eiginlega synd að fara með 1-1 inn í hálflleikinn“.

Var þetta ekki eins og að spila í 2. flokki hjá Breiðabliki fyrir nokkrum árum, engir áhorfendur?

„Nei það voru nú alltaf einhverjir foreldrar mættir þar. Nei, nei. Við reyndum auðvitað að finna stemninguna innanfrá. Þegar þetta byrjaði var þetta bara við á móti andstæðingnum og það hafði engin áhrif á úrslitin,“ sagði Alfreð sem var ánægður með stigið á útivelli, þrátt fyrir allt.

„Auðvitað er það eðli mannsins að maður vill alltaf meira og við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig. Fram að markinu höfðu þeir ekki skapað neitt, við erum með þá alveg læsta og erum að spila varnarleikinn fullkomnlega. Í seinni hálfleik gengur ekki jafnvel, við erum hvorki að setja pressu á þá eða liggja aftur og loka almennilega á þá. Þeir ná hægt og bítandi að taka völdin og við vorum ekki nógu klókir með boltann. Við vorum betri í seinni fyrri hálfleik og þeir í þeim seinni,“ sagði markaskorarinn Alfreð Finnbogason.


Tengdar fréttir

Birkir Már: Eins og að spila á Íslandi

Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, segir að Ísland hafi dottið of mikið niður eftir að hafa fengið jöfnunarmarkið á sig gegn Úkraínu í kvöld.

Aron Einar: Fannst við fá fleiri færi

Það voru blendnar tilfinningar hjá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×