Fótbolti

Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland gerði jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í gærkvöldi er liðin mættust á tómum velli í Kænugarði.

Alfreð Finnbogason nýtti tækifærið vel í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar og kom Íslandi yfir eftir góða sókn á fimmtu mínútu.

Íslendingar sköpuðu sér færi eftir þetta en var refsað fyrir að nýta þau ekki þegar Andryi Yarmalenko skoraði jöfnunarmark Úkraínu undir lok fyrri hálfleiks.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik og hefðu getað tryggt sér sigur úr vítaspyrnu en Yevhen Konoplyanka brenndi af vítinu.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá samantekt úr leiknum í gær.


Tengdar fréttir

Aron Einar: Fannst við fá fleiri færi

Það voru blendnar tilfinningar hjá fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Úkraínu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×