Fótbolti

Glæsimark Berg dugði Svíum ekki

Barátta úr leiknum í dag.
Barátta úr leiknum í dag. vísir/getty
Svíþjóð og Holland gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í undankeppni HM 2018 í Svíþjóð í kvöld.

Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, sat á varamannabekk Svía, en hann er kominn í þjálfarateymið þar og hefur aðstoðað Svíana að leikgreina Hollands til að mynda.

Marcus Berg kom Svíum yfir á 43. mínútu með stórkostlegri vippu yfir Jeroen Zoet í markinu, en boltinn fór í slá og inn.

Wesley Sneijder jafnaði metin á 67. mínútu og Bas Dost virtist vera tryggja Hollandi sigur undir lok leiksins, en Daniel Orsato flautaði aukaspyrnu fyrir litlar sakir.

Liðin eru því bæði með eitt stig eftir fyrstu umferðina, en næstu leikir fara fram í byrjun október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×