Fótbolti

Afþökkuðu greiðslur og töpuðu svo leiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Punyed í leik með El Salvador.
Punyed í leik með El Salvador. vísir/getty
Það var mikið fjallað um það í heimspressunni í gær að Pablo Punyed, leikmanni ÍBV, og félögum í landsliði El Salvador hefði boðist peningur fyrir „rétt“ úrslit gegn Kanada í nótt.

Landsliðið afþakkaði greiðslurnar og afhjúpaði síðan þetta boð um að hagræða úrslitum leiksins.

Þetta boð kom frá viðskiptamanni í El Salvador sem heitir Ricardo Padilla. Hann vildi greiða liðinu fyrir sigur, jafntefli eða 1-0 tap. Sem sagt allt nema stórt tap.

Padilla fékk ekki sitt í gegn og svo tapaði El Salvador leiknum, 3-1, og á ekki möguleika á því að komast á HM. Pablo Punyed lék fyrri hálfleikinn.

Leikmenn áttu að fá 3.400 krónur fyrir mínútuna í sigurleik eða rúmar 300 þúsund krónur. Ef liði myndi tapa 1-0 ætlaði Padilla að greiða þeim 1.000 krónur á mínútuna.

Landsliðið spilaði upptöku af spjalli við Padilla þar sem hann er að lofa þeim þessum greiðslum. Það skiptir liðið miklu máli að hafa allt slíkt upp á borðum þar sem 14 leikmenn landsliðsins fengu lífstíðarbann árið 2014 fyrir að hagræða úrslitum leikja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×