Körfubolti

Craig um Belgíu: Þeir eru miklir íþróttamenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craig á hliðarlínunni.
Craig á hliðarlínunni. vísir/eyþór
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að hittni íslenska liðsins hafi ekki verið góð í dag og segir ástæður fyrir því. Karfan.is greinir frá þessu.

„Við gerðum marga jákvæða hluti. Til þess að halda leiknum jöfnum hefðum við þurft að nýta þau tækifæri sem við bjuggum okkur til,“ sagði Craig á blaðamannafundi eftir leik, en Karfan greinir frá.

Sjá einnig:Umfjöllun: Belgía - Ísland 80-65 | Fyrsta tapið kom í Belgíu

Íslenska liðið hitti illa og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna, en nýtingin þar var skelfileg á meðan Belgarnir hittu og hittu fyrir utan.

 

„Við skutum ekki vel en að einhverju leyti er það vegna þess að Belgía gaf okkur ekki mörg opin skot. Vörn þeirra var sterk og þeir eru miklir íþróttamenn. Við áttum í vandræðum með þá í dag.“

Allt viðtalið við Craig má lesa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×