Nýjar Playstation tölvur á leiðinni Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 23:26 Frá kynningu Sony í dag. Vísir/AFP Sony kynnti í kvöld nýjar útgáfur af Playstation 4 leikjatölvu sinni sem koma á markaði á næstu mánuðum. Um er að ræða þynnri útgáfu af PS4 sem og uppfærða útgáfu. Þynnri tölvan verður gefin út þann 15. september og sú uppfærða, sem heitir Playstation Pro, og kemur á markaði þann 10. nóvember. Örgjörvi PS Pro verður betri en í upprunalegu tölvunum, skjákortið verður einnig betra og harði diskurinn verður eitt TB að stærð, samanborið við 500 GB í þeim upprunalegu. Þá mun tölvan styðja 4K upplausn.PS Pro er ekki ætlað að leysa upprunalegu PS4 af hólmi og verða allar þrjár útgáfurnar samhliða í sölu. Margir leikir, en ekki er vitað hve margir, munu bjóða upp á betri grafík séu þeir spilaðir í PS Pro. Með nýju tölvunum fylgja endurbættar fjarstýringar. Á kynningu Sony sýndi EA Games myndband af leiknum Mass Effect Andromeda sem er í vinnslu, þar sem sjá má hvernig 4K upplausnin lítur út. (Hafið í huga að til þess að það virki sem best, þarf að horfa á það í skjá sem styður 4K.) Einnig var sýnt myndband fyrir leikinn Horizon Zero Dawn sem sjá má hér að neðan. Leikjavísir Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Sony kynnti í kvöld nýjar útgáfur af Playstation 4 leikjatölvu sinni sem koma á markaði á næstu mánuðum. Um er að ræða þynnri útgáfu af PS4 sem og uppfærða útgáfu. Þynnri tölvan verður gefin út þann 15. september og sú uppfærða, sem heitir Playstation Pro, og kemur á markaði þann 10. nóvember. Örgjörvi PS Pro verður betri en í upprunalegu tölvunum, skjákortið verður einnig betra og harði diskurinn verður eitt TB að stærð, samanborið við 500 GB í þeim upprunalegu. Þá mun tölvan styðja 4K upplausn.PS Pro er ekki ætlað að leysa upprunalegu PS4 af hólmi og verða allar þrjár útgáfurnar samhliða í sölu. Margir leikir, en ekki er vitað hve margir, munu bjóða upp á betri grafík séu þeir spilaðir í PS Pro. Með nýju tölvunum fylgja endurbættar fjarstýringar. Á kynningu Sony sýndi EA Games myndband af leiknum Mass Effect Andromeda sem er í vinnslu, þar sem sjá má hvernig 4K upplausnin lítur út. (Hafið í huga að til þess að það virki sem best, þarf að horfa á það í skjá sem styður 4K.) Einnig var sýnt myndband fyrir leikinn Horizon Zero Dawn sem sjá má hér að neðan.
Leikjavísir Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira