Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. september 2016 10:30 Justin Bieber kemur fram í Kórnum í kvöld en hér er hann á tónleikum í Los Angeles fyrr á árinu. vísir/getty Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17
Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53
Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02