Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Sunna Kristín HIlmarsdóttir skrifar 8. september 2016 13:39 Hér sjást íshokkíkylfurnar sem Bieber tók með til landsins. vísir/vilhelm Kanadíska poppgoðið Justin Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í gærkvöldi en mætti síðan ekki. Þetta kemur fram í frétt á vef DV. Blaðamaður Vísis hafði samband við Skautahöllina en sá sem svaraði í síma þar vildi ekkert tjá sig um málið og sagðist bundinn trúnaði. Líkt og sást í beinni útsendingu Vísis í gær þegar Bieber lenti í Reykjavík tók hann með sér íshokkíkylfur hingað til lands og því má fastlega gera ráð fyrir því að hann hafi ætlað að spila hokkí í Skautahöllinni. Bieber tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. Eftir því sem Vísir kemst næst voru um tíu til tólf stelpur sem gátu ekki æft í Skautahöllinni í gærkvöldi á tilsettum tíma en þær fá aðra æfingu á öðrum tíma, annað hvort núna um helgina eða í næstu viku. Það er mismunandi eftir stærð og umfangi hvað það kostar að leigja Skautahöllina í Laugardal. Sé höllin til dæmis tekin á leigu á laugardagskvöldi kostar fyrsti tíminn 35 þúsund krónur og annar tíminn 30 þúsund krónur. Ef stórir hópar taka höllina síðan á leigu, 200-300 manns til að mynda, þá fer verðið eftir því hvað kemur inn af tekjum á móti, til dæmis með leigu á skautum og öðrum búnaði. Eins og varla hefur farið fram hjá mörgum heldur Bieber tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi, þá fyrri í kvöld og þá seinni annað kvöld. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu sviðið og farðu baksviðs hjá Bieber - Myndband Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 12:45 Bieber gengið hefur það gott á Íslandi - Myndir Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 11:00 Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. 8. september 2016 10:30 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Kanadíska poppgoðið Justin Bieber tók Skautahöllina í Laugardal á leigu í gærkvöldi en mætti síðan ekki. Þetta kemur fram í frétt á vef DV. Blaðamaður Vísis hafði samband við Skautahöllina en sá sem svaraði í síma þar vildi ekkert tjá sig um málið og sagðist bundinn trúnaði. Líkt og sást í beinni útsendingu Vísis í gær þegar Bieber lenti í Reykjavík tók hann með sér íshokkíkylfur hingað til lands og því má fastlega gera ráð fyrir því að hann hafi ætlað að spila hokkí í Skautahöllinni. Bieber tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. Eftir því sem Vísir kemst næst voru um tíu til tólf stelpur sem gátu ekki æft í Skautahöllinni í gærkvöldi á tilsettum tíma en þær fá aðra æfingu á öðrum tíma, annað hvort núna um helgina eða í næstu viku. Það er mismunandi eftir stærð og umfangi hvað það kostar að leigja Skautahöllina í Laugardal. Sé höllin til dæmis tekin á leigu á laugardagskvöldi kostar fyrsti tíminn 35 þúsund krónur og annar tíminn 30 þúsund krónur. Ef stórir hópar taka höllina síðan á leigu, 200-300 manns til að mynda, þá fer verðið eftir því hvað kemur inn af tekjum á móti, til dæmis með leigu á skautum og öðrum búnaði. Eins og varla hefur farið fram hjá mörgum heldur Bieber tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi, þá fyrri í kvöld og þá seinni annað kvöld.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Sjáðu sviðið og farðu baksviðs hjá Bieber - Myndband Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 12:45 Bieber gengið hefur það gott á Íslandi - Myndir Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 11:00 Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. 8. september 2016 10:30 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fleiri fréttir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Sjá meira
Sjáðu sviðið og farðu baksviðs hjá Bieber - Myndband Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 12:45
Bieber gengið hefur það gott á Íslandi - Myndir Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 11:00
Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. 8. september 2016 10:30