Hafþór fer þar með hlutverk Fjallsins eða Gregor Clegane og eru tökur á sjöundu þáttaröð hafnar og þar lætur Hafþór sig ekki vanta.
„Nýbúinn að æfa með yfirmönnunum. Ég var þreyttur eftir langan tökudag og þeir tóku mig í nefið í sumum æfingunum,“ skrifar Hafþór á Instagram-síðu sinni. „Nei, bara grín. Það er ástæða fyrir því að ég er Fjallið!“
Hafþór keppti á dögunum í keppninni um sterkasta mann heims og lenti þar í öðru sæti en vann í leiðinni hug og hjörtu Botwsana-búa en keppnin fór þar fram. Þá er hann í óða önn við að reisa bæði kaldan og heitan pott í garðinum við heimili sitt.
Best er hann þó þekktur fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones en ekki liggur fyrir hvenær næsta þáttaröð verður gefin út, þrátt fyrir að tökur séu byrjaðar.
Got some training in today with the bosses of Game Of Thrones. D.B. Weiss and David Benioff. pic.twitter.com/GfcvoaMwea
— Hafþór J Björnsson (@ThorBjornsson_) September 8, 2016