Fótbolti

Skákmeistari hleraði fyrir fótboltalandsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margeir Pétursson.
Margeir Pétursson.
Það ráku margir upp stór augu er þeir sáu stórmeistarann Margeir Pétursson á varamannabekk íslenska fótboltalandsliðsins í Úkraínu.

Það átti sér þó allt góðar skýringar að því er Heimir Hallgrímsson útskýrir í viðtali við DV í dag.

Svo vill til að Margeir talar úkraínsku og þar sem það voru engr áhorfendur á leiknum í Úkraínu sem Heimir sér leik á borði að nýta tungumálahæfileika Margeirs.

„Því gafst einstakt tækifæri til þess að hlera hvað væri verið að ræða um á vellinum. Margeir sat við hliðina á Frey Alexanderssyni og sagði honum hvaða skipanir landsliðsþjálfari Úkraínu var að gefa og hvað væri verið að ræða um á bekknum,“ sagði Heimir við DV.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×