Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Atli Ísleifsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 30. ágúst 2016 08:58 Jordi Cruyff og Viðar. vísir/Maccabi Tel Aviv Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira