Off-venue dagskrá Iceland Airwaves fer stækkandi 31. ágúst 2016 11:30 Off-venue dagskrá hátíðarinnar verður flott í ár. vísir/Ernir Tónlistarhátíðin vinsæla Iceland Airwaves fer fram annan til sjötta Nóvember. Hin svokallaða off-venue dagskrá, sem fram fer samhliða hátíðinni fer sívaxandi. „Off-venue tónleikarnir eru mjög vinsælir, Kex hostel verður á sínum stað, verslunin Icewear, Loft hostel, ásamt fjölda annarra staða. Margir Íslendingar sækja off-venue tónleikana, þar á meðal ungir krakkar sem geta notið þess að rölta á milli staða og upplifa tónlistina,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, spurður út í vinsældir off-venue dagskrár hátíðarinnar. Í gegn um tíðina hefur fjöldi fólks sótt hliðardagskrá hátíðarinnar. En þessir viðburðir standa öllum opnum óháð því hvort þeir séu með armband á hátíðina eða ekki.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Fréttablaðið/Ernir „Það eru alltaf að bætast við fleiri off-venue staðir, yfir hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt off-venue viðburði hátíðarinnar síðastliðið ár,“ segir Grímur. Forsvarsmenn hátíðarinnar koma saman á Prikinu í dag klukkan 16.00 í þeim tilgangi að tilkynna síðustu áttatíu og níu listamennina sem fram koma á hátíðinni í ár, allir eru velkomnir og nóg verður um að vera. „Auk kynningar á listamönnum, verður boðið upp á tónlistaratriði þar sem Emmsjé Gauti og Cyber munu koma fram, ásamt því að Logi Pedro kemur til með að sjá um tónlistina þess á milli. Við komum líka til með að gefa tíu heppnum gestum miða á hátíðina og gjafabréf frá Icelandair, það eina sem þú þarft að gera er að koma og setja miðann þinn í pott,“ segir Grímur.Fjöldi listamanna hefur nú þegar verið kynntur til leiks og ber þar hæst bandarísku poppsöngkonuna Santigold sem þykir afar djörf og skemmtileg á sviði en auk hennar mun fjöldi frábærra listamanna víðsvegar að koma fram, þar á meðal bandaríska rapphljómsveitin Digable Planets, ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands, Of Monsters and Men, auk upprennandi listamanna á borð við Sturlu Atlas, Júníus Meyvant, Amabadama og fleiri. „Það er mjög mikið af tónlist á Iceland Airwaves sem fólk veit lítið um en hefur oft dansað við og heyrt spilaða. Fólk veit jafnvel ekki af því að uppáhaldsbandið þess er að spila á hátíðinni,“ segir Grímur og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulag og mun dagskráin verða tilbúin á næstu vikum. Airwaves Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarhátíðin vinsæla Iceland Airwaves fer fram annan til sjötta Nóvember. Hin svokallaða off-venue dagskrá, sem fram fer samhliða hátíðinni fer sívaxandi. „Off-venue tónleikarnir eru mjög vinsælir, Kex hostel verður á sínum stað, verslunin Icewear, Loft hostel, ásamt fjölda annarra staða. Margir Íslendingar sækja off-venue tónleikana, þar á meðal ungir krakkar sem geta notið þess að rölta á milli staða og upplifa tónlistina,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, spurður út í vinsældir off-venue dagskrár hátíðarinnar. Í gegn um tíðina hefur fjöldi fólks sótt hliðardagskrá hátíðarinnar. En þessir viðburðir standa öllum opnum óháð því hvort þeir séu með armband á hátíðina eða ekki.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Fréttablaðið/Ernir „Það eru alltaf að bætast við fleiri off-venue staðir, yfir hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt off-venue viðburði hátíðarinnar síðastliðið ár,“ segir Grímur. Forsvarsmenn hátíðarinnar koma saman á Prikinu í dag klukkan 16.00 í þeim tilgangi að tilkynna síðustu áttatíu og níu listamennina sem fram koma á hátíðinni í ár, allir eru velkomnir og nóg verður um að vera. „Auk kynningar á listamönnum, verður boðið upp á tónlistaratriði þar sem Emmsjé Gauti og Cyber munu koma fram, ásamt því að Logi Pedro kemur til með að sjá um tónlistina þess á milli. Við komum líka til með að gefa tíu heppnum gestum miða á hátíðina og gjafabréf frá Icelandair, það eina sem þú þarft að gera er að koma og setja miðann þinn í pott,“ segir Grímur.Fjöldi listamanna hefur nú þegar verið kynntur til leiks og ber þar hæst bandarísku poppsöngkonuna Santigold sem þykir afar djörf og skemmtileg á sviði en auk hennar mun fjöldi frábærra listamanna víðsvegar að koma fram, þar á meðal bandaríska rapphljómsveitin Digable Planets, ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands, Of Monsters and Men, auk upprennandi listamanna á borð við Sturlu Atlas, Júníus Meyvant, Amabadama og fleiri. „Það er mjög mikið af tónlist á Iceland Airwaves sem fólk veit lítið um en hefur oft dansað við og heyrt spilaða. Fólk veit jafnvel ekki af því að uppáhaldsbandið þess er að spila á hátíðinni,“ segir Grímur og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulag og mun dagskráin verða tilbúin á næstu vikum.
Airwaves Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira