Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2016 14:26 Hér er Guðrún (græni blandarinn) með stjórnanda sínum á góðri stund við Langá. Mynd. KL Sitt sýnist hverjum með það sem þarf af mikilli nauðsyn að hafa með í veiðiferð en það er klárt að áherlsur á mikilvægi aukahluta eru misjafnar. Þegar það er búið að pakka veiðidóti og öllu því sem fylgir er yfirleitt farið í að taka saman það sem þarf í hin skemmtilegu "Happy Hour" við árbakkann en það er sú stund þegar veiðifélagar koma saman og njóta léttra veitinga í góðu veðri viðbakkann og skemmta sér. Það skal engan undra að úrval í mat og drykk getur verið fjölbreytt og áhöld sem þarf við að koma veitingum á disk eða í glas að sjálfsögðu nauðsynleg og koma þau af öllum stærðum og gerðum. Hópur sem var nýlega við veiðar í Langá á Mýrum mætti með Guðrúnu sér til halds og trausts. Og hver er svo Guðrún? Guðrún er blandari en ekki venjulegur blandari ef betur er gáð. Guðrún, sem er nefnd eftir eiginkonu yfirblandarans, er blandari sem gengur fyrir bensíni og er settur í gang eins og sláttuvél. Með tilheyrandi hljóðum þegar "Guðrún" fór í gang fagnar hópurinn því þá er meistari drykkjana farin af stað með að blanda kokteil dagsins. Þetta litla tæki flokkast undir það að vera snilld og ljóst að veiðimenn sem sjá þetta undur verða líklega fljótir að skella þessu á nauðsynjalistann fyrir veiðitúra komandi ára. Hver þarf kokteilhristara þegar það er hægt að hræra drykkinn með vélarafli? Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði
Sitt sýnist hverjum með það sem þarf af mikilli nauðsyn að hafa með í veiðiferð en það er klárt að áherlsur á mikilvægi aukahluta eru misjafnar. Þegar það er búið að pakka veiðidóti og öllu því sem fylgir er yfirleitt farið í að taka saman það sem þarf í hin skemmtilegu "Happy Hour" við árbakkann en það er sú stund þegar veiðifélagar koma saman og njóta léttra veitinga í góðu veðri viðbakkann og skemmta sér. Það skal engan undra að úrval í mat og drykk getur verið fjölbreytt og áhöld sem þarf við að koma veitingum á disk eða í glas að sjálfsögðu nauðsynleg og koma þau af öllum stærðum og gerðum. Hópur sem var nýlega við veiðar í Langá á Mýrum mætti með Guðrúnu sér til halds og trausts. Og hver er svo Guðrún? Guðrún er blandari en ekki venjulegur blandari ef betur er gáð. Guðrún, sem er nefnd eftir eiginkonu yfirblandarans, er blandari sem gengur fyrir bensíni og er settur í gang eins og sláttuvél. Með tilheyrandi hljóðum þegar "Guðrún" fór í gang fagnar hópurinn því þá er meistari drykkjana farin af stað með að blanda kokteil dagsins. Þetta litla tæki flokkast undir það að vera snilld og ljóst að veiðimenn sem sjá þetta undur verða líklega fljótir að skella þessu á nauðsynjalistann fyrir veiðitúra komandi ára. Hver þarf kokteilhristara þegar það er hægt að hræra drykkinn með vélarafli?
Mest lesið Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Aðalfundur SVFR 2022 Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Hraunsfjörður komin í gang Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Borgarstjórinn með tvo fallega laxa í Elliðaánum í morgun Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði