Stemmningin er frábær í JSB 24. ágúst 2016 15:30 Hrefna Líf og Bjargey Anna kunna afar vel við sig á JSB. Þær segja andrúmsloftið mjög jákvætt enda séu allir velkomnir. Mynd/Hanna KYNNING Vetrardagskráin hjá Líkamsrækt JSB er að hefjast og fjöldi námskeiða og opinna tíma í boði fyrir stelpur og konur á öllum aldri. Andinn í stöðinni þykir einstakur og það þekkja þær Bjargey Anna og Hrefna Líf sem báðar hafa stundað námskeið á stöðinni í lengri tíma.Bjargey Anna GuðbrandsdóttirSjálfstraustið upp úr öllu valdi „Ég var búin að vera of þung í nokkur ár og var alltaf að hugsa um að ég þyrfti að gera eitthvað. Það ýtti við mér þegar ég var farin að finna fyrir þreytu í mjöðmum og stirðleika. Ég var að verða 38 ára og ákvað að þá um haustið myndi ég fara á námskeið og vera komin í form fyrir fertugt,“ segir Bjargey sem varð fertug í sumar og hefur sjaldan liðið betur líkamlega enda búin að missa 40 kíló.Haustið 2013 ákvað Bjargey að byrja sína lífsstílsbreytingu hjá JSB. Haustið 2016 var Bjargey 40 kílóum léttari og mun heilsuhraustari.Bjargey hefur í tvö ár sótt TT námskeið hjá JSB. „Þetta eru aðhaldsnámskeið sem heita Frá toppi til táar. Maður mætir þrisvar í viku í leikfimi, heldur matardagbók, fær matseðil og er vigtaður og ummálsmældur,“ segir Bjargey sem fannst gott að vera í tímum með skyldumætingu. Bjargey segir að árangurinn hafi komið hratt en þó hafi stundum verið erfitt að halda dampi. „En við fengum fræðslufundi hjá JSB og þar var lögð mikil áhersla á hugarfarið. Að maður væri ekki fórnarlamb heldur þyrfti sjálfur að taka ábyrgð á því sem maður setti ofan í sig.“ Hún segir mataræðið skipta langmestu þegar kemur að því að létta sig. Sjálf hélt hún matardagbók með appi í símanum sínum. „Þar gaf ég mér ákveðið kaloríu-budget, og það gekk mjög vel.“ Bjargey hrósar mjög andanum í JSB. „Þarna er þægilegt að vera enda er maður að æfa með konum á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Aðstaðan er góð og kennararnir mjög fínir og þeir styðja mann vel. Þó að lífið hafi verið fínt fyrir tveimur árum er margt betra í dag að sögn Bjargeyjar. „Heilsan er betri, ég sef betur og er frjálsari. Maður setur til dæmis ekki fyrir sig langar gönguferðir. Svo er sjálfstraustið upp úr öllu valdi og gaman að kaupa ný föt,“ segir hún glaðlega.Hrefna Líf Norðfjörð Allir eru velkomnir Hrefna Líf er nítján ára og byrjaði að æfa hjá JSB fyrir einu og hálfu ári. „Mér fannst ég þurfa að koma mér í betra form og ákvað að fara í JSB af því ég hafði heyrt svo góða hluti. Ég fór á námskeið sem heitir TT3 en það er lífsstílsnámskeið fyrir stelpur sem eru 16 til 25 ára. Þá fannst mér líka skemmtilegt að í tímunum er kennd skemmtileg dansleikfimi.“ Í TT3 eru hóptímar tvisvar í viku en þátttakendur geta einnig mætt í ræktina eins og þá lystir. Stelpurnar fá auk þess fræðslu um hollustu og rétt mataræði. Hrefna Líf segir stemninguna í JSB æðislega. „Hér eru allir velkomnir og ekkert vesen. Þá eru stelpurnar allar mjög opnar og ég hef kynnst nokkrum góðum vinkonum.“ Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. „Þetta er svo hvetjandi fyrirkomulag. Mér finnst árangurinn liggja í því hvernig mér líður. Ég er jákvæðari í dag og mér finnst skemmtilegra að lifa lífinu.“Á heimasíðunni jsb.is eru allar nánari upplýsingar um námskeiðin sem í boði eru í haust. Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
KYNNING Vetrardagskráin hjá Líkamsrækt JSB er að hefjast og fjöldi námskeiða og opinna tíma í boði fyrir stelpur og konur á öllum aldri. Andinn í stöðinni þykir einstakur og það þekkja þær Bjargey Anna og Hrefna Líf sem báðar hafa stundað námskeið á stöðinni í lengri tíma.Bjargey Anna GuðbrandsdóttirSjálfstraustið upp úr öllu valdi „Ég var búin að vera of þung í nokkur ár og var alltaf að hugsa um að ég þyrfti að gera eitthvað. Það ýtti við mér þegar ég var farin að finna fyrir þreytu í mjöðmum og stirðleika. Ég var að verða 38 ára og ákvað að þá um haustið myndi ég fara á námskeið og vera komin í form fyrir fertugt,“ segir Bjargey sem varð fertug í sumar og hefur sjaldan liðið betur líkamlega enda búin að missa 40 kíló.Haustið 2013 ákvað Bjargey að byrja sína lífsstílsbreytingu hjá JSB. Haustið 2016 var Bjargey 40 kílóum léttari og mun heilsuhraustari.Bjargey hefur í tvö ár sótt TT námskeið hjá JSB. „Þetta eru aðhaldsnámskeið sem heita Frá toppi til táar. Maður mætir þrisvar í viku í leikfimi, heldur matardagbók, fær matseðil og er vigtaður og ummálsmældur,“ segir Bjargey sem fannst gott að vera í tímum með skyldumætingu. Bjargey segir að árangurinn hafi komið hratt en þó hafi stundum verið erfitt að halda dampi. „En við fengum fræðslufundi hjá JSB og þar var lögð mikil áhersla á hugarfarið. Að maður væri ekki fórnarlamb heldur þyrfti sjálfur að taka ábyrgð á því sem maður setti ofan í sig.“ Hún segir mataræðið skipta langmestu þegar kemur að því að létta sig. Sjálf hélt hún matardagbók með appi í símanum sínum. „Þar gaf ég mér ákveðið kaloríu-budget, og það gekk mjög vel.“ Bjargey hrósar mjög andanum í JSB. „Þarna er þægilegt að vera enda er maður að æfa með konum á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Aðstaðan er góð og kennararnir mjög fínir og þeir styðja mann vel. Þó að lífið hafi verið fínt fyrir tveimur árum er margt betra í dag að sögn Bjargeyjar. „Heilsan er betri, ég sef betur og er frjálsari. Maður setur til dæmis ekki fyrir sig langar gönguferðir. Svo er sjálfstraustið upp úr öllu valdi og gaman að kaupa ný föt,“ segir hún glaðlega.Hrefna Líf Norðfjörð Allir eru velkomnir Hrefna Líf er nítján ára og byrjaði að æfa hjá JSB fyrir einu og hálfu ári. „Mér fannst ég þurfa að koma mér í betra form og ákvað að fara í JSB af því ég hafði heyrt svo góða hluti. Ég fór á námskeið sem heitir TT3 en það er lífsstílsnámskeið fyrir stelpur sem eru 16 til 25 ára. Þá fannst mér líka skemmtilegt að í tímunum er kennd skemmtileg dansleikfimi.“ Í TT3 eru hóptímar tvisvar í viku en þátttakendur geta einnig mætt í ræktina eins og þá lystir. Stelpurnar fá auk þess fræðslu um hollustu og rétt mataræði. Hrefna Líf segir stemninguna í JSB æðislega. „Hér eru allir velkomnir og ekkert vesen. Þá eru stelpurnar allar mjög opnar og ég hef kynnst nokkrum góðum vinkonum.“ Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. „Þetta er svo hvetjandi fyrirkomulag. Mér finnst árangurinn liggja í því hvernig mér líður. Ég er jákvæðari í dag og mér finnst skemmtilegra að lifa lífinu.“Á heimasíðunni jsb.is eru allar nánari upplýsingar um námskeiðin sem í boði eru í haust.
Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira