Bíll springur í loft upp í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2016 14:36 Svona lagað gerist aðallega í myndum eins og Fast and Furious eða Die Hard en hér sést þegar bíll sem stendur í ljósum logum springur með gríðarlegum eldtungum og hávaða í borginni Novy Urengoy í Rússlandi fyrir nokkrum dögum. Fæstum sem urðu vitni af þessu datt í hug að svona nokkuð gæti gerst enda nokkrir allnálægt þegar bíllinn springur. Snjöllum vegfarendum sem urðu vitni af logandi bílnum ýttu honum frá öðrum bílum á meðan hann logaði, en það var eins gott fyrir þá að gera það áður en hann sprakk með þessum tilþrifum. Slökkviliðsmaður sem var að reyna að slökkva eldinn í bílnum þegar hann sprakk var fluttur á spítala með annars stigs bruna. Það gat farið miklu verr en það ef hann hefði staðið ennþá nærri bílnum. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport
Svona lagað gerist aðallega í myndum eins og Fast and Furious eða Die Hard en hér sést þegar bíll sem stendur í ljósum logum springur með gríðarlegum eldtungum og hávaða í borginni Novy Urengoy í Rússlandi fyrir nokkrum dögum. Fæstum sem urðu vitni af þessu datt í hug að svona nokkuð gæti gerst enda nokkrir allnálægt þegar bíllinn springur. Snjöllum vegfarendum sem urðu vitni af logandi bílnum ýttu honum frá öðrum bílum á meðan hann logaði, en það var eins gott fyrir þá að gera það áður en hann sprakk með þessum tilþrifum. Slökkviliðsmaður sem var að reyna að slökkva eldinn í bílnum þegar hann sprakk var fluttur á spítala með annars stigs bruna. Það gat farið miklu verr en það ef hann hefði staðið ennþá nærri bílnum.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport