Leyndarmálið Magnús Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Ekkert okkar er undanþegið því að taka vondar ákvarðanir í lífinu. Ákvarðanir sem við vitum jafnvel í hjarta okkar að eru vondar og okkur jafnvel skaðlegar. Ákvarðanir sem geta leitt yfir okkur óhamingju, veikindi og jafnvel dauða en við tökum þær samt. Við erum öll breysk og mannleg og þar af leiðir að við reynum að láta okkur annt hverju um annað, gæta velferðar og vísa til betri vegar, bættrar heilsu og betra lífs. Í síðustu viku lést ungur maður og annar var hætt kominn og leikur grunar á að þeir hafi báðir neytt fentanýls fyrr um kvöldið. Fentanýl er sterkt lyfseðilsskylt verkjalyf, hundrað sinnum sterkari en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín, og einkum gefið langt leiddum sjúklingum sem líknandi meðferð. Tvö dauðsföll á Íslandi, fyrr á þessu ári, má rekja til neyslu fentanýls og því svo sannarlega mikið áhyggjuefni að svo sterkt lyf gangi kaupum og sölum á götum borgarinnar. En það er því miður ekkert nýtt að fíkniefnaneytendur fari sér að voða. Guðný Rannveig Reynisdóttir greindi frá því í viðtali við Nadine Guðrúnu Yaghi hér í Fréttablaðinu á laugardaginn að sonur hennar hafi látist árið 2013 vegna misnotkunar á morfínplástri. Hann var aðeins 27 ára gamall þegar hann lést, búinn að eiga í umtalsverðum fíkniefnavanda og að bíða þess að komast inn á Vog til meðferðar. Hann var búinn að bíða lengi, ekki síst vegna þess að hann hafði áður verið til meðferðar en þá gefist upp og strokið. Ungi maðurinn skildi eftir sig son sem nú er föðurlaus. Þetta er þyngra en tárum taki. Andlát þessa unga fólks, sem hefur af einhverjum sökum leiðst út í neyslu harðra fíkniefna, hljóta að fá okkur sem eftir stöndum til þess að skoða stöðu þessara mála og grípa til aðgerða í samræmi við það. Við verðum sem samfélag að spyrja okkur þess hvort nóg sé að gert í forvarnarmálum? Hvort nóg sé gert í að stöðva þá sem selja þessi efni og hagnast á fíkn annarra? Hvort nóg sé gert til þess að hjálpa þeim sem eru langt leiddir í neyslu fíkniefna? Líkast til vitum við svörin en við þurfum samt að þora að taka umræðuna og ábyrgðina. Ábyrgðin þarf að vera hjá okkur sem samfélagi og í því felst að horfast í augu við að það er ekki nóg gert til þess að berjast gegn orsök, neyslu og afleiðingu harðra fíkniefna á Íslandi. Það má ýmislegt segja um stöðu meðferðarmála á Íslandi, möguleika og árangur þeirra meðferðarúrræða sem eru í boði eða ekki boði, en allir geta eflaust sammælst um að þau duga ekki til. Það liggur beinast við því að kalla eftir aðgerðum af hálfu heilbrigðisráðherra og allra þeirra ráðamanna sem hafa með málaflokkinn að gera. Að kalla eftir því að við sem samfélag tökum höndum saman og gerum það sem til þarf til þess að koma þessum málum til betri vegar. Á þeirri vegferð er ágætt að muna leyndarmálið sem Lewis Carrol sagði okkur og á vel við nú sem endranær: „Eitt mesta leyndarmál lífsins er að allt sem einhverju máli skiptir er það sem við gerum fyrir aðra.“Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Ekkert okkar er undanþegið því að taka vondar ákvarðanir í lífinu. Ákvarðanir sem við vitum jafnvel í hjarta okkar að eru vondar og okkur jafnvel skaðlegar. Ákvarðanir sem geta leitt yfir okkur óhamingju, veikindi og jafnvel dauða en við tökum þær samt. Við erum öll breysk og mannleg og þar af leiðir að við reynum að láta okkur annt hverju um annað, gæta velferðar og vísa til betri vegar, bættrar heilsu og betra lífs. Í síðustu viku lést ungur maður og annar var hætt kominn og leikur grunar á að þeir hafi báðir neytt fentanýls fyrr um kvöldið. Fentanýl er sterkt lyfseðilsskylt verkjalyf, hundrað sinnum sterkari en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín, og einkum gefið langt leiddum sjúklingum sem líknandi meðferð. Tvö dauðsföll á Íslandi, fyrr á þessu ári, má rekja til neyslu fentanýls og því svo sannarlega mikið áhyggjuefni að svo sterkt lyf gangi kaupum og sölum á götum borgarinnar. En það er því miður ekkert nýtt að fíkniefnaneytendur fari sér að voða. Guðný Rannveig Reynisdóttir greindi frá því í viðtali við Nadine Guðrúnu Yaghi hér í Fréttablaðinu á laugardaginn að sonur hennar hafi látist árið 2013 vegna misnotkunar á morfínplástri. Hann var aðeins 27 ára gamall þegar hann lést, búinn að eiga í umtalsverðum fíkniefnavanda og að bíða þess að komast inn á Vog til meðferðar. Hann var búinn að bíða lengi, ekki síst vegna þess að hann hafði áður verið til meðferðar en þá gefist upp og strokið. Ungi maðurinn skildi eftir sig son sem nú er föðurlaus. Þetta er þyngra en tárum taki. Andlát þessa unga fólks, sem hefur af einhverjum sökum leiðst út í neyslu harðra fíkniefna, hljóta að fá okkur sem eftir stöndum til þess að skoða stöðu þessara mála og grípa til aðgerða í samræmi við það. Við verðum sem samfélag að spyrja okkur þess hvort nóg sé að gert í forvarnarmálum? Hvort nóg sé gert í að stöðva þá sem selja þessi efni og hagnast á fíkn annarra? Hvort nóg sé gert til þess að hjálpa þeim sem eru langt leiddir í neyslu fíkniefna? Líkast til vitum við svörin en við þurfum samt að þora að taka umræðuna og ábyrgðina. Ábyrgðin þarf að vera hjá okkur sem samfélagi og í því felst að horfast í augu við að það er ekki nóg gert til þess að berjast gegn orsök, neyslu og afleiðingu harðra fíkniefna á Íslandi. Það má ýmislegt segja um stöðu meðferðarmála á Íslandi, möguleika og árangur þeirra meðferðarúrræða sem eru í boði eða ekki boði, en allir geta eflaust sammælst um að þau duga ekki til. Það liggur beinast við því að kalla eftir aðgerðum af hálfu heilbrigðisráðherra og allra þeirra ráðamanna sem hafa með málaflokkinn að gera. Að kalla eftir því að við sem samfélag tökum höndum saman og gerum það sem til þarf til þess að koma þessum málum til betri vegar. Á þeirri vegferð er ágætt að muna leyndarmálið sem Lewis Carrol sagði okkur og á vel við nú sem endranær: „Eitt mesta leyndarmál lífsins er að allt sem einhverju máli skiptir er það sem við gerum fyrir aðra.“Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. ágúst.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun