Misvísandi upplýsingar í leiðsögukerfum hérlendis Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 16:00 Hér er hámarkhraðinn 60 km en leiðsögukerfið sýnir 80 km. Við prófanir á nýjum bílum undanfarið hefur ritstjóri billinn.is nokkrum sinnum rekist á misvísandi upplýsingar í leiðsögukerfum nýrra bíla. Algengast er að þær sýni villandi hámarkshraða og þá annað hvort tölur sem ekki eru notaðar hérlendis, eins og 10 km eða 40 km og það sem alvarlegra er, meiri hámarkshraða en er á þeirri götu sem ekið er á. Sem dæmi má nefna að nýr VW Tiguan sýndi 80 km hámarkshraða á Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar og Renault Talisman sýndi einnig 80 km hámarkshraða á nokkrum köflum á Sæbraut þar sem er 60 km hámarkshraði. Báðir bílarnir komu hingað fyrir frumsýningu þeirra hérlendis og gætu því verið svokallaðir “Pre Production” bílar en vissara er fyrir neytendur að vera vakandi fyrir þessu í bílum sínum. Myndin með greininni sýnir leiðbeinandi hámarkshraða leiðsögukerfis í gluggaskjá Renault Talisman og sýnir talan 80 í stað 60. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent
Við prófanir á nýjum bílum undanfarið hefur ritstjóri billinn.is nokkrum sinnum rekist á misvísandi upplýsingar í leiðsögukerfum nýrra bíla. Algengast er að þær sýni villandi hámarkshraða og þá annað hvort tölur sem ekki eru notaðar hérlendis, eins og 10 km eða 40 km og það sem alvarlegra er, meiri hámarkshraða en er á þeirri götu sem ekið er á. Sem dæmi má nefna að nýr VW Tiguan sýndi 80 km hámarkshraða á Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar og Renault Talisman sýndi einnig 80 km hámarkshraða á nokkrum köflum á Sæbraut þar sem er 60 km hámarkshraði. Báðir bílarnir komu hingað fyrir frumsýningu þeirra hérlendis og gætu því verið svokallaðir “Pre Production” bílar en vissara er fyrir neytendur að vera vakandi fyrir þessu í bílum sínum. Myndin með greininni sýnir leiðbeinandi hámarkshraða leiðsögukerfis í gluggaskjá Renault Talisman og sýnir talan 80 í stað 60.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent