Kanadamaður safnar 2.788 nýjum kaupendum af Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 11:13 Nissan Leaf rafmagnsbíllinn. Kanadískur áhugamaður um rafbíla hefur safnað saman alls 2.788 nýjum kaupendum af Nissan Leaf bílum sem geta keypt þá á innan við 1,5 milljón krónur, eða 12.000 Bandaríkjadollara. Ástæða þessa lága verðs er sú að allir kaupendurnir fá 8.000 Kanadadollara endurgreiðslu frá Quebec fylki sökum þess að bílarnir menga ekki neitt. Rafbílaáhugamaðurinn, sem heitir Bruno Marcoux, fékk þessa hugmynd er hann sá samskonar áhugamann í Colorado í Bandaríkjunum gera hið sama og safna saman 250 áhugasömum kaupendum. Hann hefur því náð 11 sinnum meiri árangri en kollegi hans í Bandaríkjunum. Víst er að Nissan munar um þessa sölu Nissan Leaf bílsins þar sem Nissan hefur aðeins selt um 800 Nissan Leaf bíla í Quebec það sem af er ári. Það eru einungis 11.000 rafmagnsbílar í öllu Quebec fylki nú og því mundi þeim fjölga um ríflega 25% ef allir þeir sem hafa skráð sig fyrir þessum bílum standa við kaupin. Sala Nissan Leaf bíla í Bandaríkjunum hefur minnkað um 38% í ár fram til loka júlí, en Bandaríkjamenn kaupa nú eyðsluháka í stórum stíl á tímum lágs bensínsverðs þar vestra. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Kanadískur áhugamaður um rafbíla hefur safnað saman alls 2.788 nýjum kaupendum af Nissan Leaf bílum sem geta keypt þá á innan við 1,5 milljón krónur, eða 12.000 Bandaríkjadollara. Ástæða þessa lága verðs er sú að allir kaupendurnir fá 8.000 Kanadadollara endurgreiðslu frá Quebec fylki sökum þess að bílarnir menga ekki neitt. Rafbílaáhugamaðurinn, sem heitir Bruno Marcoux, fékk þessa hugmynd er hann sá samskonar áhugamann í Colorado í Bandaríkjunum gera hið sama og safna saman 250 áhugasömum kaupendum. Hann hefur því náð 11 sinnum meiri árangri en kollegi hans í Bandaríkjunum. Víst er að Nissan munar um þessa sölu Nissan Leaf bílsins þar sem Nissan hefur aðeins selt um 800 Nissan Leaf bíla í Quebec það sem af er ári. Það eru einungis 11.000 rafmagnsbílar í öllu Quebec fylki nú og því mundi þeim fjölga um ríflega 25% ef allir þeir sem hafa skráð sig fyrir þessum bílum standa við kaupin. Sala Nissan Leaf bíla í Bandaríkjunum hefur minnkað um 38% í ár fram til loka júlí, en Bandaríkjamenn kaupa nú eyðsluháka í stórum stíl á tímum lágs bensínsverðs þar vestra.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent