Kanada óttast endalok bílasmíði GM í landinu Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2016 08:56 Úr verksmiðju General Motors í Oshawa í Kanada. Kanadamenn óttast að einu verksmiðju General Motors í landinu, í Oshawa í Ontario fylki, verði lokað bráðlega þar sem hætt verður smíði flestra þerra bílgerða sem þar eru smíðaðar. Það eru bílgerðirnar Buick Regal, Cadillac XTS, Chevrolet Equinox og Chevrolet Impala, en auk þess er Chevrolet Camaro smíðaður þar líka. Ekki stendur til að hætta smíði hans en smíði hans gæti hæglega verið flutt annað vegna endaloka smíði hinna bílanna. Verkalýðsfélag starfsmanna í verksmiðjunni fundar nú stíft með GM um afdrif verksmiðjunnar og vilja þau fá svör, helst jákvæð um áframhaldandi starfsemi hennar. Framtíð hennar er aðeins tryggð út árið 2018, eða í ríflega tvö ár. Mjög mikið ber á milli krafna verkalýðsfélagsins og yfirmanna GM. Verkalýðsfélagið hefur minnt GM á að bæði kanadíska ríkið og Ontario fylki hafi stutt við GM er það riðaði til falls í kreppunni 2008 og 2009 með 10,8 milljarða dollara framlagi. Slíkt framlag hafi ekki komið frá Mexíkó en GM hefur í stórum mæli verið að flytja smíði bíla sinna þangað. Því sé komið að ákveðnum skuldadögum til handa kanadískum bíliðnaði og starfsmönnum iðnaðarins þar. Mikill og góður hagnaður hefur verið af verksmiðjunni í Oshawa og á það bendir verkalýðsfélagið líka, en 6.600 manns starfa í henni. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Kanadamenn óttast að einu verksmiðju General Motors í landinu, í Oshawa í Ontario fylki, verði lokað bráðlega þar sem hætt verður smíði flestra þerra bílgerða sem þar eru smíðaðar. Það eru bílgerðirnar Buick Regal, Cadillac XTS, Chevrolet Equinox og Chevrolet Impala, en auk þess er Chevrolet Camaro smíðaður þar líka. Ekki stendur til að hætta smíði hans en smíði hans gæti hæglega verið flutt annað vegna endaloka smíði hinna bílanna. Verkalýðsfélag starfsmanna í verksmiðjunni fundar nú stíft með GM um afdrif verksmiðjunnar og vilja þau fá svör, helst jákvæð um áframhaldandi starfsemi hennar. Framtíð hennar er aðeins tryggð út árið 2018, eða í ríflega tvö ár. Mjög mikið ber á milli krafna verkalýðsfélagsins og yfirmanna GM. Verkalýðsfélagið hefur minnt GM á að bæði kanadíska ríkið og Ontario fylki hafi stutt við GM er það riðaði til falls í kreppunni 2008 og 2009 með 10,8 milljarða dollara framlagi. Slíkt framlag hafi ekki komið frá Mexíkó en GM hefur í stórum mæli verið að flytja smíði bíla sinna þangað. Því sé komið að ákveðnum skuldadögum til handa kanadískum bíliðnaði og starfsmönnum iðnaðarins þar. Mikill og góður hagnaður hefur verið af verksmiðjunni í Oshawa og á það bendir verkalýðsfélagið líka, en 6.600 manns starfa í henni.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent