Alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 09:00 Eva María býr rétt við Ölfusána. Hún segir gott að æfa frjálsar íþróttir úti á Selfossi. Mynd/Svava Steingrímsdóttir Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir hefur tekið þátt í ótalmörgum íþróttamótum á lífsleiðinni, það sést þegar kíkt er í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi setti hún nýtt Íslandsmet í hástökki þegar hún stökk 1,61 metra. Hún kveðst hafa stundað íþróttir frá því hún var lítil. „Ég byrjaði í frjálsum þegar ég var svona um átta ára aldurinn, en er búin að æfa íþróttir frá því ég var fimm ára, fótbolta og sund. Hef alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig. Er góð aðstaða til æfinga á Selfossi? „Það er góð útiaðstaða fyrir frjálsar en ekki eins góð innanhúss, ég æfi úti á sumrin og í íþróttahúsi á veturna. Er hástökkið þín aðalgrein? Já, ég er auðvitað í öllu en aðallega hástökki. Kom þér á óvart að þú skyldir ná Íslandsmeti á landsmótinu? Já, en ég fór til Gautaborgar í sumar að keppa með félaginu mínu, HSK, og þar stökk ég 1,57, það var minn besti árangur til þess tíma. Þá var ég komin nálægt Íslandsmetinu sem var 1,60 og náði að slá það nú þegar ég bætti mig um fjóra sentimetra. Ég var mjög ánægð með það. Eru mörg mót fram undan núna? Að minnsta kosti bikarmót 15 ára og yngri, það verður í Reykjavík, held ég. Ég býst við að verða þar. Eru einhverjar stúlkur á Selfossi að veita þér samkeppni í hástökki. Ekki kannski á Selfossi en það er ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri, við erum yfirleitt þrjár á palli. Áttu góðar vinkonur í frjálsum. Já, mjög góðar. Þær eru flestar í öðrum greinum og flestar einu ári eldri en ég. Einhver fleiri áhugamál en íþróttirnar? Nei, en ég reyni að leggja mig fram í skólanum, er að byrja í 8. bekk í haust. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016 Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir hefur tekið þátt í ótalmörgum íþróttamótum á lífsleiðinni, það sést þegar kíkt er í afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands. Á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi setti hún nýtt Íslandsmet í hástökki þegar hún stökk 1,61 metra. Hún kveðst hafa stundað íþróttir frá því hún var lítil. „Ég byrjaði í frjálsum þegar ég var svona um átta ára aldurinn, en er búin að æfa íþróttir frá því ég var fimm ára, fótbolta og sund. Hef alltaf verið mikið fyrir að hreyfa mig. Er góð aðstaða til æfinga á Selfossi? „Það er góð útiaðstaða fyrir frjálsar en ekki eins góð innanhúss, ég æfi úti á sumrin og í íþróttahúsi á veturna. Er hástökkið þín aðalgrein? Já, ég er auðvitað í öllu en aðallega hástökki. Kom þér á óvart að þú skyldir ná Íslandsmeti á landsmótinu? Já, en ég fór til Gautaborgar í sumar að keppa með félaginu mínu, HSK, og þar stökk ég 1,57, það var minn besti árangur til þess tíma. Þá var ég komin nálægt Íslandsmetinu sem var 1,60 og náði að slá það nú þegar ég bætti mig um fjóra sentimetra. Ég var mjög ánægð með það. Eru mörg mót fram undan núna? Að minnsta kosti bikarmót 15 ára og yngri, það verður í Reykjavík, held ég. Ég býst við að verða þar. Eru einhverjar stúlkur á Selfossi að veita þér samkeppni í hástökki. Ekki kannski á Selfossi en það er ein í Hafnarfirði og önnur á Akureyri, við erum yfirleitt þrjár á palli. Áttu góðar vinkonur í frjálsum. Já, mjög góðar. Þær eru flestar í öðrum greinum og flestar einu ári eldri en ég. Einhver fleiri áhugamál en íþróttirnar? Nei, en ég reyni að leggja mig fram í skólanum, er að byrja í 8. bekk í haust. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016
Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira