Sagan í tölvupóstinum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Um daginn var mér sagt að það væru mikil meðmæli með sumarfríi að muna ekki lykilorðið í tölvunni á fyrsta vinnudegi eftir fríið. Mér fannst alls ekki erfitt að réttlæta þá hugmyndafræði og hringdi án þess að skammast mín í tölvudeildina sem virtist hafa fengið sambærileg símtöl áður. Það var kannski meiri undrun næsta dag þegar ég hringdi aftur í sömu erindagjörðum. Mér finnst reyndar alveg ágætt þegar haustið fer af stað. Okkur leiðinlega fólkinu finnst huggulegt að vita hvað er fram undan og finnum hamingjuna í rútínu og fyrirsjáanleika. Á haustin er meiri festa og öryggi í sjónvarpsdagskránni og þetta skiptir allt máli. Það sem mælir kannski helst gegn haustinu er að þá taka foreldrar í Reykjavík upp hlutastarf sem leigubílstjórar við að skutla á æfingar og íþróttamót. Haustið er annars nýtt upphaf, með fyrsta skóladegi barnanna og nýjum skólabókum.Fjarlægðin á Facebook Og með haustinu færist líf yfir tölvupóstinn. Ég hugsaði þetta um daginn þegar ég þurfti að leita að uppskrift í tölvupóstinum en fann í leiðinni bréf frá vinkonum, blaðagreinar sem ég átti eftir að lesa og svo loksins brauðuppskriftina sem ég var að leita að. Við könnumst öll við klisjuna um að við séum að fjarlægjast hvert annað vegna þess að stór hluti samskipta okkar fer fram í gegnum tölvupóst eða spjallforrit. Klisjan stenst ekki skoðun, ekki frekar en klisjan af því hvernig æska okkar var saklausari en barna okkar. Fyrir daga tölvupósts og spjallforrita voru foreldrar góðir með sig ef þeir vissu hvað kennari barna þeirra hét. Í dag fá foreldrar daglegan póst úr skólanum. Munurinn var kannski frekar sá að foreldrar vissu ekkert um líf barna sinna. Við þekkjum líka kvabbið um að fólk dragi upp glansmynd af lífi sínu á Facebook og sýni ekki hversdagsleikann. Það stenst ekki heldur skoðun. Við fáum myndir af því hvað vinir okkar borða í kvöldmat og upplýsingar um hvaða bók þeir lesa áður en þeir fara svo að sofa. Við vitum hvað þeir gera í sumarfríinu, fylgjumst með afmælum barna þeirra og bölvum dálítið mæðrunum með bollakökurnar. Við deilum oftar stórum sem smáum tíðindum með vinum okkar vegna samskiptamiðlanna. Karakterinn birtist ekki lengur í því hvort við tölum á innsoginu í símanum, í skriftinni eða í vali á bréfsefni heldu af hvaða tilefni við skrifum.Heiðarlegt mont Og varla var fólk hér áður fyrr raunverulega mikið í því að hringja í vini og senda þeim handskrifuð bréf – eða að faxa sérstaklega – til að láta vita af því ef krakkarnir féllu í dönsku? Eða til að upplýsa um að uppvaskið stæði skítugt í vaskinum? Í dag getum við reyndar átt von á því að lesa um dauða uppþvottavélar á Facebook og í kjölfarið umræður um heppilegan arftaka. Með samskiptamiðlunum fáum við nefnilega heilmikla þjónustu. Núna þurfum við til dæmis ekki að hafa áhyggjur af því að gleyma að óska vinum okkar til hamingju þegar þeir hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Líkurnar á því að þeir gleymi að deila afrekinu með vinum sínum eru engar. Montið er heiðarlegra á netinu. Þegar við loksins hittum vini okkar erum við tengdari vegna þess að við vitum hver var úti að hjóla kvöldið áður, hver fór í fjallgönguna og hver það var sem lá í sófanum að horfa á sjónvarpið. Það er reyndar alltaf ég.Rauðvínslegnir póstar Þegar ég fór í gegnum tölvupóstinn minn um daginn sá ég, sem ég vissi reyndar vel, að ég á góðar vinkonur sem ég hef skrifast á við um stjórnmál og störf, bækur og börn, útvíkkun og mænudeyfingar. Stundum skrifum við sjaldnar, stundum stutt en bestu bréfin eru sennilega þessi löngu og dálítið mjúku eftir eins og eitt rauðvínsglas. Alveg eins og það er örugglega í samræmi við lýðheilsustefnu að gleyma lykilorðinu að tölvupóstinum í sumarfríinu, er bæði hollt og gott að fara í gegnum gömul bréf í innhólfinu og muna hvað vináttan er dýrmæt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Um daginn var mér sagt að það væru mikil meðmæli með sumarfríi að muna ekki lykilorðið í tölvunni á fyrsta vinnudegi eftir fríið. Mér fannst alls ekki erfitt að réttlæta þá hugmyndafræði og hringdi án þess að skammast mín í tölvudeildina sem virtist hafa fengið sambærileg símtöl áður. Það var kannski meiri undrun næsta dag þegar ég hringdi aftur í sömu erindagjörðum. Mér finnst reyndar alveg ágætt þegar haustið fer af stað. Okkur leiðinlega fólkinu finnst huggulegt að vita hvað er fram undan og finnum hamingjuna í rútínu og fyrirsjáanleika. Á haustin er meiri festa og öryggi í sjónvarpsdagskránni og þetta skiptir allt máli. Það sem mælir kannski helst gegn haustinu er að þá taka foreldrar í Reykjavík upp hlutastarf sem leigubílstjórar við að skutla á æfingar og íþróttamót. Haustið er annars nýtt upphaf, með fyrsta skóladegi barnanna og nýjum skólabókum.Fjarlægðin á Facebook Og með haustinu færist líf yfir tölvupóstinn. Ég hugsaði þetta um daginn þegar ég þurfti að leita að uppskrift í tölvupóstinum en fann í leiðinni bréf frá vinkonum, blaðagreinar sem ég átti eftir að lesa og svo loksins brauðuppskriftina sem ég var að leita að. Við könnumst öll við klisjuna um að við séum að fjarlægjast hvert annað vegna þess að stór hluti samskipta okkar fer fram í gegnum tölvupóst eða spjallforrit. Klisjan stenst ekki skoðun, ekki frekar en klisjan af því hvernig æska okkar var saklausari en barna okkar. Fyrir daga tölvupósts og spjallforrita voru foreldrar góðir með sig ef þeir vissu hvað kennari barna þeirra hét. Í dag fá foreldrar daglegan póst úr skólanum. Munurinn var kannski frekar sá að foreldrar vissu ekkert um líf barna sinna. Við þekkjum líka kvabbið um að fólk dragi upp glansmynd af lífi sínu á Facebook og sýni ekki hversdagsleikann. Það stenst ekki heldur skoðun. Við fáum myndir af því hvað vinir okkar borða í kvöldmat og upplýsingar um hvaða bók þeir lesa áður en þeir fara svo að sofa. Við vitum hvað þeir gera í sumarfríinu, fylgjumst með afmælum barna þeirra og bölvum dálítið mæðrunum með bollakökurnar. Við deilum oftar stórum sem smáum tíðindum með vinum okkar vegna samskiptamiðlanna. Karakterinn birtist ekki lengur í því hvort við tölum á innsoginu í símanum, í skriftinni eða í vali á bréfsefni heldu af hvaða tilefni við skrifum.Heiðarlegt mont Og varla var fólk hér áður fyrr raunverulega mikið í því að hringja í vini og senda þeim handskrifuð bréf – eða að faxa sérstaklega – til að láta vita af því ef krakkarnir féllu í dönsku? Eða til að upplýsa um að uppvaskið stæði skítugt í vaskinum? Í dag getum við reyndar átt von á því að lesa um dauða uppþvottavélar á Facebook og í kjölfarið umræður um heppilegan arftaka. Með samskiptamiðlunum fáum við nefnilega heilmikla þjónustu. Núna þurfum við til dæmis ekki að hafa áhyggjur af því að gleyma að óska vinum okkar til hamingju þegar þeir hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Líkurnar á því að þeir gleymi að deila afrekinu með vinum sínum eru engar. Montið er heiðarlegra á netinu. Þegar við loksins hittum vini okkar erum við tengdari vegna þess að við vitum hver var úti að hjóla kvöldið áður, hver fór í fjallgönguna og hver það var sem lá í sófanum að horfa á sjónvarpið. Það er reyndar alltaf ég.Rauðvínslegnir póstar Þegar ég fór í gegnum tölvupóstinn minn um daginn sá ég, sem ég vissi reyndar vel, að ég á góðar vinkonur sem ég hef skrifast á við um stjórnmál og störf, bækur og börn, útvíkkun og mænudeyfingar. Stundum skrifum við sjaldnar, stundum stutt en bestu bréfin eru sennilega þessi löngu og dálítið mjúku eftir eins og eitt rauðvínsglas. Alveg eins og það er örugglega í samræmi við lýðheilsustefnu að gleyma lykilorðinu að tölvupóstinum í sumarfríinu, er bæði hollt og gott að fara í gegnum gömul bréf í innhólfinu og muna hvað vináttan er dýrmæt.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun