Eftirför lögreglu endar illa Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2016 14:02 Það er hlutverk lögreglunnar að stöðva för þeirra sem brjóta lögin og fara til dæmis yfir á rauðu ljósi. Þá er líka gott fyrir lögregluna sjálfa að hlýta lögum. Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum stóð ökumann Oldsmobile bíls að því að fara yfir á rauðu ljósi beint fyrir framan nefið á þeim. Lögreglan tók þá döpru ákörðun að fara á eftir honum áður en grænt ljós kom eða aðgá hvort aðkomandi umferð væri hætta á höndum við þessa aðgerð. Lögreglubíllinn komst ekki einu sinni yfir gatnamótin því Toyota Camry bíll sem kom frá hægri ók á talsverðum hraða á lögreglubíllinn og velti honum við áreksturinn. Enginn meiddist þó við þennan árekstur en talsvert tjón hlaust af og verulega má deila um kappsaman ásetning lögreglumannanna við að ná þrjótnum en í leiðinni að stuðla að því eina tjóni sem af öllu þessu hlaust. Ökumaður Oldsmobile bílsins sem fór yfir á rauðu ljósi slapp vegna þessarar óaðgæslu laganna varða og hefur ekki fundist enn. Það sama má ekki segja um farþega Camry bílsins, sem væntanlega eru enn í sjokki. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent
Það er hlutverk lögreglunnar að stöðva för þeirra sem brjóta lögin og fara til dæmis yfir á rauðu ljósi. Þá er líka gott fyrir lögregluna sjálfa að hlýta lögum. Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum stóð ökumann Oldsmobile bíls að því að fara yfir á rauðu ljósi beint fyrir framan nefið á þeim. Lögreglan tók þá döpru ákörðun að fara á eftir honum áður en grænt ljós kom eða aðgá hvort aðkomandi umferð væri hætta á höndum við þessa aðgerð. Lögreglubíllinn komst ekki einu sinni yfir gatnamótin því Toyota Camry bíll sem kom frá hægri ók á talsverðum hraða á lögreglubíllinn og velti honum við áreksturinn. Enginn meiddist þó við þennan árekstur en talsvert tjón hlaust af og verulega má deila um kappsaman ásetning lögreglumannanna við að ná þrjótnum en í leiðinni að stuðla að því eina tjóni sem af öllu þessu hlaust. Ökumaður Oldsmobile bílsins sem fór yfir á rauðu ljósi slapp vegna þessarar óaðgæslu laganna varða og hefur ekki fundist enn. Það sama má ekki segja um farþega Camry bílsins, sem væntanlega eru enn í sjokki.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent