Ís fyrir alla Magnús Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Með haustinu rennur upp tími kjósenda enn á ný á Íslandi. Honum lýkur reyndar fljótlega eftir lokun kjörstaða, en það er um að gera að neyta á meðan á nefinu stendur eins og karlinn sagði. Fyrirheitin hljóta að fá kjósendur til þess að velta því fyrir sér hvort að það væri ekki best að stytta kjörtímabilin. En þjóðarskútan færi eflaust hratt og örugglega á hliðina, enda kostar það sitt að gleðja stóra hópa kjósenda á leiðinni í kjörklefann. Nýverið kynnti ríkisstjórnin tvö úrræði sem miða að því að bæta hag ungs fólks Íslandi og ekki veitir af. Að eignast sína fyrstu fasteign hefur ekki verið jafn erfitt fyrir ungu kynslóðina í áratugi og verð á leigumarkaði er í hæstu hæðum. Að auki, kannski er það ein af afleiðingum þessa ástands, hefur barneignum Íslendinga fækkað verulega. Það eru afleit tíðindi fyrir samfélag þar sem sífellt fleiri ná lífeyrisaldri og þörfin fyrir nýtt og verðmætaskapandi vinnuafl fer ört vaxandi. Það er því ekki að furða að ríkisstjórnin reyni að bregðast við ástandinu korter í kosningar og boði nýjungar í lánsfjármöguleikum fyrir fyrstu fasteign, auk endurbóta og hækkunar á fæðingarorlofi. Unga fólkið sem er fast í leiguhúsnæði, sem er svo dýrt að það hefur ekki efni á að spara, eða býr í foreldrahúsum fram eftir aldri er stór kjósendahópur. Ekki minnkar hópurinn við að telja með foreldrana sem sitja uppi með unga fólkið á heimilinu og það án þess að það treysti sér til þess að koma með barnabörn í heiminn af fjárhagslegum ástæðum. Vandinn er að úrræði fyrir kaup á fyrstu fasteign og breytingar á fæðingarorlofi virðast einkum vera hönnuð utan um hagsmuni þeirra sem hafa hærri tekjur. Séreignarsparnaðarleiðin á fasteignamarkaði mun tæpast breyta miklu fyrir þá sem þegar berjast í bökkum á uppsprengdum leigumarkaði. Þeir sem munu hafa efni á að nýta sér þessa leið til fulls eru einmitt þeir sem bestar hafa tekjurnar og ættu því eðli málsins samkvæmt síst að þurfa á aðstoð að halda. Að auki mun áfram taka fjölda ára að safna sér fyrir fyrstu útborgun í lítilli íbúð og svo geta aðgerðirnar leitt til hækkunar fasteignaverðs. Meginkostnaðaraukningin við breytingar á fæðingarorlofi felst í lengingu tímabilsins og aukinni áherslu á að bæði móðir og faðir nýti sinn rétt til þess að vera með barninu. Það er frábært. En hækkun hámarksgreiðslna úr 370 þúsund á mánuði í 600 þúsund á mánuði er umdeilanlegri. Enn og aftur man ríkisstjórnin best eftir þeim sem betur mega sín og það stef er orðið endurtekningarsamt og þreytt. En það er að koma haust og þá verður kosið og þá er boltinn hjá kjósendum. Kjósendum sem hafa áður og skiljanlega heillast af 90% húsnæðislánum, skuldaleiðréttingum, afnámi verðtryggingar og alls konar kosningaloforðum sem virðast svo skapa fleiri vandamál en þau leysa. Ís fyrir alla, loforðum sem þegar á hólminn er komið hafa gagnast þeim best sem eiga mest og þannig aukið enn á misskiptingu í íslensku samfélagi. Er ekki mál að linni?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Með haustinu rennur upp tími kjósenda enn á ný á Íslandi. Honum lýkur reyndar fljótlega eftir lokun kjörstaða, en það er um að gera að neyta á meðan á nefinu stendur eins og karlinn sagði. Fyrirheitin hljóta að fá kjósendur til þess að velta því fyrir sér hvort að það væri ekki best að stytta kjörtímabilin. En þjóðarskútan færi eflaust hratt og örugglega á hliðina, enda kostar það sitt að gleðja stóra hópa kjósenda á leiðinni í kjörklefann. Nýverið kynnti ríkisstjórnin tvö úrræði sem miða að því að bæta hag ungs fólks Íslandi og ekki veitir af. Að eignast sína fyrstu fasteign hefur ekki verið jafn erfitt fyrir ungu kynslóðina í áratugi og verð á leigumarkaði er í hæstu hæðum. Að auki, kannski er það ein af afleiðingum þessa ástands, hefur barneignum Íslendinga fækkað verulega. Það eru afleit tíðindi fyrir samfélag þar sem sífellt fleiri ná lífeyrisaldri og þörfin fyrir nýtt og verðmætaskapandi vinnuafl fer ört vaxandi. Það er því ekki að furða að ríkisstjórnin reyni að bregðast við ástandinu korter í kosningar og boði nýjungar í lánsfjármöguleikum fyrir fyrstu fasteign, auk endurbóta og hækkunar á fæðingarorlofi. Unga fólkið sem er fast í leiguhúsnæði, sem er svo dýrt að það hefur ekki efni á að spara, eða býr í foreldrahúsum fram eftir aldri er stór kjósendahópur. Ekki minnkar hópurinn við að telja með foreldrana sem sitja uppi með unga fólkið á heimilinu og það án þess að það treysti sér til þess að koma með barnabörn í heiminn af fjárhagslegum ástæðum. Vandinn er að úrræði fyrir kaup á fyrstu fasteign og breytingar á fæðingarorlofi virðast einkum vera hönnuð utan um hagsmuni þeirra sem hafa hærri tekjur. Séreignarsparnaðarleiðin á fasteignamarkaði mun tæpast breyta miklu fyrir þá sem þegar berjast í bökkum á uppsprengdum leigumarkaði. Þeir sem munu hafa efni á að nýta sér þessa leið til fulls eru einmitt þeir sem bestar hafa tekjurnar og ættu því eðli málsins samkvæmt síst að þurfa á aðstoð að halda. Að auki mun áfram taka fjölda ára að safna sér fyrir fyrstu útborgun í lítilli íbúð og svo geta aðgerðirnar leitt til hækkunar fasteignaverðs. Meginkostnaðaraukningin við breytingar á fæðingarorlofi felst í lengingu tímabilsins og aukinni áherslu á að bæði móðir og faðir nýti sinn rétt til þess að vera með barninu. Það er frábært. En hækkun hámarksgreiðslna úr 370 þúsund á mánuði í 600 þúsund á mánuði er umdeilanlegri. Enn og aftur man ríkisstjórnin best eftir þeim sem betur mega sín og það stef er orðið endurtekningarsamt og þreytt. En það er að koma haust og þá verður kosið og þá er boltinn hjá kjósendum. Kjósendum sem hafa áður og skiljanlega heillast af 90% húsnæðislánum, skuldaleiðréttingum, afnámi verðtryggingar og alls konar kosningaloforðum sem virðast svo skapa fleiri vandamál en þau leysa. Ís fyrir alla, loforðum sem þegar á hólminn er komið hafa gagnast þeim best sem eiga mest og þannig aukið enn á misskiptingu í íslensku samfélagi. Er ekki mál að linni?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. ágúst.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun