Hyundai í samstarf með Google Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2016 13:46 Hyundai og Kia hlið við hlið í S-Kóreu. Hyundai er í viðræðum við Google um samstarf á sviði sjálfakandi bíla en fyrirtækin deila sameiginlegum snertiflötum sem hagstætt gæti verið að sameina til að minnkað kostnað við þróun. Hyundai og Google hafa átt í samstarfi með Alphabet´s Android Auto kerfið sem tengir iPhone og Android stýrikerfið saman, en nú er komið að því að vinna saman að tækni fyrir sjálfakandi bíla. Hyundai stendur aftar en margur annar bílaframleiðandinn er kemur að þróun á sjálfakandi bílum og ætlar að stytta sér leið með þessu samstarfi. Hyundai og systurfyrirtæki þess, Kia hefur áður sóst eftir samstarfi við aðra bílaframleiðendur vegna framleiðslu á rafmagnsbílum og sportbílum sem seljast í litlu magni, en hefur nú breytt stefnu sinni og ætlar að vinna saman að slíkri þróun, en með tæknifyrirtækjum frá Silicon Valley í Kaliforníu og það mun einnig eiga við þróun á sjálfakandi bílum. Ekki er ólíklegt að sá sem leiðir þetta samstarf Hyundai og Google sé fyrrum forstjóri Hyundai í Bandaríkjunum sem gekk til liðs við Google til að leiða þar verkefni við þróun sjálfakandi bíla þar. Google hefur nú samtals staðið fyrir akstri sjálfakandi bíla uppá 2,7 milljón kílómetra í Bandaríkjunum en hefur ekki gefið upp hvort eða hvenær fyrirtækið ætli að bjóða slíka bíla og í samstarfi við hvern. Þetta samstarf nú gæti svarað síðustu spurningunni. Í maí síðastliðnum sagðist Google hafa samþykkt að vinna með Fiat Chrysler við þróun 100 bíla bílaflota sem ekur sjálfur, en hefur nú bundist einnig öðrum bílaframleiðanda við slíka þróun. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent
Hyundai er í viðræðum við Google um samstarf á sviði sjálfakandi bíla en fyrirtækin deila sameiginlegum snertiflötum sem hagstætt gæti verið að sameina til að minnkað kostnað við þróun. Hyundai og Google hafa átt í samstarfi með Alphabet´s Android Auto kerfið sem tengir iPhone og Android stýrikerfið saman, en nú er komið að því að vinna saman að tækni fyrir sjálfakandi bíla. Hyundai stendur aftar en margur annar bílaframleiðandinn er kemur að þróun á sjálfakandi bílum og ætlar að stytta sér leið með þessu samstarfi. Hyundai og systurfyrirtæki þess, Kia hefur áður sóst eftir samstarfi við aðra bílaframleiðendur vegna framleiðslu á rafmagnsbílum og sportbílum sem seljast í litlu magni, en hefur nú breytt stefnu sinni og ætlar að vinna saman að slíkri þróun, en með tæknifyrirtækjum frá Silicon Valley í Kaliforníu og það mun einnig eiga við þróun á sjálfakandi bílum. Ekki er ólíklegt að sá sem leiðir þetta samstarf Hyundai og Google sé fyrrum forstjóri Hyundai í Bandaríkjunum sem gekk til liðs við Google til að leiða þar verkefni við þróun sjálfakandi bíla þar. Google hefur nú samtals staðið fyrir akstri sjálfakandi bíla uppá 2,7 milljón kílómetra í Bandaríkjunum en hefur ekki gefið upp hvort eða hvenær fyrirtækið ætli að bjóða slíka bíla og í samstarfi við hvern. Þetta samstarf nú gæti svarað síðustu spurningunni. Í maí síðastliðnum sagðist Google hafa samþykkt að vinna með Fiat Chrysler við þróun 100 bíla bílaflota sem ekur sjálfur, en hefur nú bundist einnig öðrum bílaframleiðanda við slíka þróun.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent