Eitur í æðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Ég elska Ólympíuleikana. Það er fátt fallegra en að sjá til dæmis spretthlaupara, sundkappa, fimleikadrottningu eða skylmingamann uppskera gullverðlaun á þessu stærsta íþróttamóti heims eftir fjögurra ára þrotlausar æfingar. Þarna eru engar milljónir í boði. Bara strangheiðarleg gullmedalía sem alla íþróttamenn dreymir um. Ég mun aldrei gleyma stundinni þegar ég varð ástfanginn af íþróttum. Ég stalst tólf ára inn í sjónvarpsherbergi þegar ég átti að vera sofandi til að sjá frjálsíþróttakeppnina eitt kvöldið í Atlanta 1996. Charles Austin, bandarískur hástökkvari, vann gull á eins dramatískan hátt og mögulegt var. Eitt stökk fyrir sigri og auðvitað negldi hann það. Hollywood-stund í Atlanta og að sjálfsögðu á Ólympíuleikunum. Það sem er að eitra Ólympíugleði mína þetta árið eru þessir fjandans svindlarar sem notast við árangursbætandi efni. Ég er ekki heimskur og átta mig á því að þetta hefur viðgengist í áratugi en út af Rússunum hafa lyfjamál sjaldan eða aldrei verið meira í brennidepli fyrir leikana. Fyrir nokkrum dögum vann óþekktur Suður-Afríkumaður 400 metra hlaup karla. Hann hljóp á áttundu braut og átti ekki að skipta máli í hlaupinu. Hann tók sig ekki bara til og vann heldur bætti heimsmet Michaels Johnson sem enginn hefur verið nálægt í fimmtán ár. Í staðinn fyrir að fagna þessari nýju stjörnu og kætast yfir því að hafa orðið vitni að enn einni risastund í sögu Ólympíuleikanna greip ég sjálfan mig í því að ásaka hann um lyfjamisferli. Ég bara trúði ekki að óþekktur hlaupari gæti orðið að stjörnu á einni nóttu og hvað þá slegið þetta rosalega heimsmet. Alveg eins og sum skemmd epli í íþróttaheiminum eru búin að eitra líkama sína eru þessir sömu bjánar búnir að eitra huga minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun
Ég elska Ólympíuleikana. Það er fátt fallegra en að sjá til dæmis spretthlaupara, sundkappa, fimleikadrottningu eða skylmingamann uppskera gullverðlaun á þessu stærsta íþróttamóti heims eftir fjögurra ára þrotlausar æfingar. Þarna eru engar milljónir í boði. Bara strangheiðarleg gullmedalía sem alla íþróttamenn dreymir um. Ég mun aldrei gleyma stundinni þegar ég varð ástfanginn af íþróttum. Ég stalst tólf ára inn í sjónvarpsherbergi þegar ég átti að vera sofandi til að sjá frjálsíþróttakeppnina eitt kvöldið í Atlanta 1996. Charles Austin, bandarískur hástökkvari, vann gull á eins dramatískan hátt og mögulegt var. Eitt stökk fyrir sigri og auðvitað negldi hann það. Hollywood-stund í Atlanta og að sjálfsögðu á Ólympíuleikunum. Það sem er að eitra Ólympíugleði mína þetta árið eru þessir fjandans svindlarar sem notast við árangursbætandi efni. Ég er ekki heimskur og átta mig á því að þetta hefur viðgengist í áratugi en út af Rússunum hafa lyfjamál sjaldan eða aldrei verið meira í brennidepli fyrir leikana. Fyrir nokkrum dögum vann óþekktur Suður-Afríkumaður 400 metra hlaup karla. Hann hljóp á áttundu braut og átti ekki að skipta máli í hlaupinu. Hann tók sig ekki bara til og vann heldur bætti heimsmet Michaels Johnson sem enginn hefur verið nálægt í fimmtán ár. Í staðinn fyrir að fagna þessari nýju stjörnu og kætast yfir því að hafa orðið vitni að enn einni risastund í sögu Ólympíuleikanna greip ég sjálfan mig í því að ásaka hann um lyfjamisferli. Ég bara trúði ekki að óþekktur hlaupari gæti orðið að stjörnu á einni nóttu og hvað þá slegið þetta rosalega heimsmet. Alveg eins og sum skemmd epli í íþróttaheiminum eru búin að eitra líkama sína eru þessir sömu bjánar búnir að eitra huga minn.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun