Mercedes birtir myndir af Maybach 6 Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 09:53 Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport
Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport