Calvin Harris lang tekjuhæsti plötusnúður heims Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 18:30 Plötusnúðurinn vinsæli Calvin Harris þénaði 63 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur 7,3 milljörðum íslenskra króna frá júní 2015 til júní 2016. Hann er lang tekjuhæsti plötusnúður heims í dag, en næst á eftir honum er Tiësto sem þénaði 38 milljónir bandaríkjadala, eða 4,4 milljarða íslenskra króna, á sama tímabili. Forbes hefur tekið saman lista yfir 10 tekjuhæstu plötusnúða heims. Það sem meira er þá hafa tekjur Harris minnkað milli ára en árið áður þénað hann 66 milljónir bandaríkjadala. Það gera 7,7 milljarða íslenskra króna. Calvin Harris er einn vinsælasti plötusnúður Las Vegas, en hann kemur reglulega fram þar. Hann spilar raunar svo oft þar í borg að hann gistir ekki einu sinni þar, heldur tekur hann flug með einkaflugvél heim til Los Angeles eftir hverja tónleika. Hann fær 400.000 dollara fyrir hverja tónleika í Las Vegas, eða um 46,8 milljónir íslenskra króna. Tekjulind Harris má vætnanlega að hluta til rekja til þess að auk þess að vera plötusnúður þá hefur hann einnig samið og gefið út þónokkur vinsæl popplög. Hið nýjasta er lagið This is What You Came For, með söngkonunni Rihönnu. Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Plötusnúðurinn vinsæli Calvin Harris þénaði 63 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur 7,3 milljörðum íslenskra króna frá júní 2015 til júní 2016. Hann er lang tekjuhæsti plötusnúður heims í dag, en næst á eftir honum er Tiësto sem þénaði 38 milljónir bandaríkjadala, eða 4,4 milljarða íslenskra króna, á sama tímabili. Forbes hefur tekið saman lista yfir 10 tekjuhæstu plötusnúða heims. Það sem meira er þá hafa tekjur Harris minnkað milli ára en árið áður þénað hann 66 milljónir bandaríkjadala. Það gera 7,7 milljarða íslenskra króna. Calvin Harris er einn vinsælasti plötusnúður Las Vegas, en hann kemur reglulega fram þar. Hann spilar raunar svo oft þar í borg að hann gistir ekki einu sinni þar, heldur tekur hann flug með einkaflugvél heim til Los Angeles eftir hverja tónleika. Hann fær 400.000 dollara fyrir hverja tónleika í Las Vegas, eða um 46,8 milljónir íslenskra króna. Tekjulind Harris má vætnanlega að hluta til rekja til þess að auk þess að vera plötusnúður þá hefur hann einnig samið og gefið út þónokkur vinsæl popplög. Hið nýjasta er lagið This is What You Came For, með söngkonunni Rihönnu.
Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira