Það sem meira er þá hafa tekjur Harris minnkað milli ára en árið áður þénað hann 66 milljónir bandaríkjadala. Það gera 7,7 milljarða íslenskra króna.
Calvin Harris er einn vinsælasti plötusnúður Las Vegas, en hann kemur reglulega fram þar. Hann spilar raunar svo oft þar í borg að hann gistir ekki einu sinni þar, heldur tekur hann flug með einkaflugvél heim til Los Angeles eftir hverja tónleika. Hann fær 400.000 dollara fyrir hverja tónleika í Las Vegas, eða um 46,8 milljónir íslenskra króna.
Tekjulind Harris má vætnanlega að hluta til rekja til þess að auk þess að vera plötusnúður þá hefur hann einnig samið og gefið út þónokkur vinsæl popplög. Hið nýjasta er lagið This is What You Came For, með söngkonunni Rihönnu.