Bara ef það hentar mér Magnús Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2016 07:00 Þjóðaratkvæðagreiðslur eru athyglisvert fyrirbæri, ekki síst fyrir þær sakir að eiga það til að ganga gegn vilja ráðandi stjórnmálaafla. Icesave-atkvæðagreiðslurnar eru í fersku minni og flestir muna eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Það er líka forvitnilegt að skoða eitthvað af þjóðaratkvæðagreiðslunum sem stóð til að halda en aldrei varð af. Vinstri græn sögðu kjósendum sínum árið 2009 að ekki stæði til að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja kjósendur álits í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn sagði fyrir kosningar fjórum árum síðar að ekki stæði til að afturkalla umsóknina í Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina. Þjóðina sem fór hálfa leið inn í Evrópusambandið og úr því aftur án þess að vera spurð álits. Þetta einfaldlega hentaði ekki pólitíkinni á þeim tíma og hefði staðið í vegi fyrir samstarfsbrölti ríkisstjórnarflokka. Í vegi fyrir hrossakaupum. Nú í vikunni tilkynnti Elín Hirst að lögð verði fram þingsályktunartillaga um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll. Um mál sem var reyndar endanlega útkljáð í Hæstarétti fyrir ekki alls löngu og snýst um skipulagsrétt Reykjavíkurborgar inni í miðri Reykjavíkurborg. Af því tilefni er ágætt að rifja upp að Sjálfstæðisflokkurinn taldi ekki ástæðu til þess að þjóðin fengi að segja álit sitt á því að sökkva 57 ferkílómetra svæði með tilheyrandi stórkostlegum áhrifum á víðfeðmt og viðkvæmt lífríki austur á landi að ógleymdri meðfylgjandi skuldsetningu. Nei, Kárahnjúkavirkjun skyldi rísa með eða án þjóðarvilja. Sumt kemur þjóðinni greinilega ekkert við. Engu að síður lýkur tilkynningu Elínar með orðunum: „Einnig er frábært að fá fólkið í landinu til að segja sína meiningu milliliðalaust í slíkri atkvæðagreiðslu.“ Þegar horft er til örlaga þjóðaratkvæðagreiðslna stjórnlagaráðs svo dæmi sé tekið, þá veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Eina rökrétta niðurstaðan af því að skoða íslensk stjórnmál og þjóðaratkvæðagreiðslur er nefnilega sú að stjórnmálamönnum sé illa eða hreint út sagt alls ekki treystandi til ákvarðana um þjóðaratkvæði eða ekki þjóðaratkvæði. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp sjötta lið tillagna stjórnlagaráðs: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Niðurstaðan, sem er eflaust mörgum stjórnmálamönnum gleymd, var þessi: Já, sögðu 63,4%. Nei, sögðu 23,1%. Er nú ekki kominn tími til þess að virða meiningu fólksins í landinu milliliðalaust? Stjórnmálaástandið sem þjóðin býr við í dag er að stjórnmálamenn eru reiðubúnir til þess að beita fyrir sig þjóðaratkvæðagreiðslum og loforðum um þær, ef og þegar þeim hentar. Það er ekki vilji þjóðarinnar sem þeir eru að vinna fyrir. Það er vandræðalegur endurómur á Stuðmannalaginu góða og með endurtekningu: „Bara ef það hentar mér. Bara ef það hentar mér.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Þjóðaratkvæðagreiðslur eru athyglisvert fyrirbæri, ekki síst fyrir þær sakir að eiga það til að ganga gegn vilja ráðandi stjórnmálaafla. Icesave-atkvæðagreiðslurnar eru í fersku minni og flestir muna eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Það er líka forvitnilegt að skoða eitthvað af þjóðaratkvæðagreiðslunum sem stóð til að halda en aldrei varð af. Vinstri græn sögðu kjósendum sínum árið 2009 að ekki stæði til að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja kjósendur álits í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn sagði fyrir kosningar fjórum árum síðar að ekki stæði til að afturkalla umsóknina í Evrópusambandið án þess að spyrja þjóðina. Þjóðina sem fór hálfa leið inn í Evrópusambandið og úr því aftur án þess að vera spurð álits. Þetta einfaldlega hentaði ekki pólitíkinni á þeim tíma og hefði staðið í vegi fyrir samstarfsbrölti ríkisstjórnarflokka. Í vegi fyrir hrossakaupum. Nú í vikunni tilkynnti Elín Hirst að lögð verði fram þingsályktunartillaga um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll. Um mál sem var reyndar endanlega útkljáð í Hæstarétti fyrir ekki alls löngu og snýst um skipulagsrétt Reykjavíkurborgar inni í miðri Reykjavíkurborg. Af því tilefni er ágætt að rifja upp að Sjálfstæðisflokkurinn taldi ekki ástæðu til þess að þjóðin fengi að segja álit sitt á því að sökkva 57 ferkílómetra svæði með tilheyrandi stórkostlegum áhrifum á víðfeðmt og viðkvæmt lífríki austur á landi að ógleymdri meðfylgjandi skuldsetningu. Nei, Kárahnjúkavirkjun skyldi rísa með eða án þjóðarvilja. Sumt kemur þjóðinni greinilega ekkert við. Engu að síður lýkur tilkynningu Elínar með orðunum: „Einnig er frábært að fá fólkið í landinu til að segja sína meiningu milliliðalaust í slíkri atkvæðagreiðslu.“ Þegar horft er til örlaga þjóðaratkvæðagreiðslna stjórnlagaráðs svo dæmi sé tekið, þá veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Eina rökrétta niðurstaðan af því að skoða íslensk stjórnmál og þjóðaratkvæðagreiðslur er nefnilega sú að stjórnmálamönnum sé illa eða hreint út sagt alls ekki treystandi til ákvarðana um þjóðaratkvæði eða ekki þjóðaratkvæði. Af því tilefni er ekki úr vegi að rifja upp sjötta lið tillagna stjórnlagaráðs: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Niðurstaðan, sem er eflaust mörgum stjórnmálamönnum gleymd, var þessi: Já, sögðu 63,4%. Nei, sögðu 23,1%. Er nú ekki kominn tími til þess að virða meiningu fólksins í landinu milliliðalaust? Stjórnmálaástandið sem þjóðin býr við í dag er að stjórnmálamenn eru reiðubúnir til þess að beita fyrir sig þjóðaratkvæðagreiðslum og loforðum um þær, ef og þegar þeim hentar. Það er ekki vilji þjóðarinnar sem þeir eru að vinna fyrir. Það er vandræðalegur endurómur á Stuðmannalaginu góða og með endurtekningu: „Bara ef það hentar mér. Bara ef það hentar mér.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. ágúst.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun