Vísi langaði að vita hvað aðdáendum sveitarinnar hérlendis fyndist um nýja lagið og tók því stöðuna á Hauki Viðari Alfreðssyni, tónlistarmanni og Metallica aðdáanda til margra ára.
„Þetta sándar vel og drengirnir hljóma eins og þeir séu í ágætis stuði. Það þarf nefnilega ekki mikið til að gleðja okkur Metallica–aðdáendurna og þess vegna skil ég ekki hvers vegna þeir eru ekki duglegri við að senda frá sér nýtt efni. Þessi lög eru engin geimvísindi.“ sagði Haukur í samtali við Vísi.

Hann segist vera spenntur að fá nýja plötu frá Metallica, og er vongóður um að hún verði betri en seinustu plötur sveitarinnar. „Þeir eru auðvitað seint að fara að gera eitthvað í líkingu við fyrstu þrjár plöturnar, sem eru einskonar Godfather–trílógía þungarokksins. Undanfarin ár eru þeir meira búnir að vera að gera Opinberun Hannesar þungarokksins.“
Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan.
Fyrir áhugasama er hér lagalisti plötunnar.
Plata 1
1. Hardwired
2. Atlas, Rise!
3. Now That We’re Dead
4. Moth Into Flame
5. Am I Savage?
6. Halo On Fire
Plata 2
1. Confusion
2. Dream No More
3. ManUNkind
4. Here Comes Revenge
5. Murder One
6. Spit Out The Bone