Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Guðni og Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar vísir/Eyþór Það er ansi merkilegt svona í sögu hátíðarinnar að Guðni Th. Jóhannesson forseti mun flytja hátíðarávarp á stóra sviðinu á Arnarhóli eftir Gleðigönguna. Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Íslands tengist hátíðinni okkar með nokkrum hætti,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga sem hefjast í dag. Gunnlaugur segir aðstandendur hátíðarinnar afar ánægða og stolta með aðkomu Guðna að hátíðinni en aðstandendur hennar biðu fram yfir kosningar til þess að sjá hvern þau ættu að setja sig í samband við. „Við leituðum til hans. Það hafði oft komið til tals og okkur fannst í ljósi þess að við höfum verið í góðu samstarfi við ráðherra, borgastjóra og svo framvegis að það vantaði að fá stimpilinn frá forsetaembættinu. Við ákváðum því að bíða með að festa ræðumann þar til eftir kosningar til þess að sjá við hvern við ættum að tala og hvort það myndi ekki takast núna með breytingum á Bessastöðum,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Við settum okkur í samband við Guðna strax daginn eftir kosningar og fengum ótrúlega jákvæð viðbrögð frá honum og mikinn vilja frá skrifstofu forseta til þess að vera í samstarfi með þetta. Þetta var því komið inn í dagbók forseta töluvert áður en hann tók við embættinu.“Gunnlaugur Bragi Björnsson segir aðstandendur Hinsegin daga ánægða og stolta með þátttöku forsetans í hátíðinni. Mynd/EyþórDagskrá hátíðarinnar er líkt og áður fjölbreytt og lífleg og segir Gunnlaugur undirbúning hátíðarinnar hafa gengið stórvel þó töluvert mikið sé um að vera svona síðustu daga fyrir hana. „Við erum svolítið búin að vera að grínast með það að við verðum sjálfsagt ekki kosin Starfsmenn mánaðarins í dagvinnunni okkar þennan síðasta mánuð fyrir hátíð. Það eru ansi mörg símtöl, tölvupóstar og skreppitúrar í hádeginu síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir hann glaður í bragði. Á dagskránni í ár eru um þrjátíu viðburðir og hefst hún líkt og áður sagði í dag og lýkur næstkomandi laugardag þegar sjálf Gleðigangan fer fram sem óumdeilanlega er hápunktur hátíðarhaldanna. Þemað í ár er saga hinsegin fólks. „Það er dálítið af viðburðum sem eru svolítið tengdir því. Til dæmis söguganga um miðborgina með áherslu á staði, hús og svæði sem tengjast sögunni okkar. Hún er, ótrúlegt en satt, töluvert löng og tengist ýmsum stöðum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir að tengjast þessari sögu. Ég þekki söguna ekki almennilega sjálfur og hlakka til að fara í gönguna og heyra hvað borgin okkar hefur að geyma.“ Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí. Hinsegin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Það er ansi merkilegt svona í sögu hátíðarinnar að Guðni Th. Jóhannesson forseti mun flytja hátíðarávarp á stóra sviðinu á Arnarhóli eftir Gleðigönguna. Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Íslands tengist hátíðinni okkar með nokkrum hætti,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga sem hefjast í dag. Gunnlaugur segir aðstandendur hátíðarinnar afar ánægða og stolta með aðkomu Guðna að hátíðinni en aðstandendur hennar biðu fram yfir kosningar til þess að sjá hvern þau ættu að setja sig í samband við. „Við leituðum til hans. Það hafði oft komið til tals og okkur fannst í ljósi þess að við höfum verið í góðu samstarfi við ráðherra, borgastjóra og svo framvegis að það vantaði að fá stimpilinn frá forsetaembættinu. Við ákváðum því að bíða með að festa ræðumann þar til eftir kosningar til þess að sjá við hvern við ættum að tala og hvort það myndi ekki takast núna með breytingum á Bessastöðum,“ segir Gunnlaugur og heldur áfram: „Við settum okkur í samband við Guðna strax daginn eftir kosningar og fengum ótrúlega jákvæð viðbrögð frá honum og mikinn vilja frá skrifstofu forseta til þess að vera í samstarfi með þetta. Þetta var því komið inn í dagbók forseta töluvert áður en hann tók við embættinu.“Gunnlaugur Bragi Björnsson segir aðstandendur Hinsegin daga ánægða og stolta með þátttöku forsetans í hátíðinni. Mynd/EyþórDagskrá hátíðarinnar er líkt og áður fjölbreytt og lífleg og segir Gunnlaugur undirbúning hátíðarinnar hafa gengið stórvel þó töluvert mikið sé um að vera svona síðustu daga fyrir hana. „Við erum svolítið búin að vera að grínast með það að við verðum sjálfsagt ekki kosin Starfsmenn mánaðarins í dagvinnunni okkar þennan síðasta mánuð fyrir hátíð. Það eru ansi mörg símtöl, tölvupóstar og skreppitúrar í hádeginu síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir hann glaður í bragði. Á dagskránni í ár eru um þrjátíu viðburðir og hefst hún líkt og áður sagði í dag og lýkur næstkomandi laugardag þegar sjálf Gleðigangan fer fram sem óumdeilanlega er hápunktur hátíðarhaldanna. Þemað í ár er saga hinsegin fólks. „Það er dálítið af viðburðum sem eru svolítið tengdir því. Til dæmis söguganga um miðborgina með áherslu á staði, hús og svæði sem tengjast sögunni okkar. Hún er, ótrúlegt en satt, töluvert löng og tengist ýmsum stöðum sem fólk gerir sér ekki grein fyrir að tengjast þessari sögu. Ég þekki söguna ekki almennilega sjálfur og hlakka til að fara í gönguna og heyra hvað borgin okkar hefur að geyma.“ Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí.
Hinsegin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira