Falleg fyrirmynd Magnús Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2016 07:00 Það er engin tilviljun sem ræður fyrsta heimsóknarstað Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og eiginkonu hans, Elizu Reid. Sólheimar eru heillandi staður með merkilega sögu sem byggir á draumi einnar konu, Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, sem lét sig umfram annað varða líf og aðstæður þeirra barna sem minna máttu sín í íslensku samfélagi á síðustu öld. Allt frá upphafi lagði Sesselja áherslu á það að Sólheimar væru ekki stofnun heldur heimili þar sem fatlaðir og ófatlaðir deildu kjörum samfélaginu til góðs. Sesselja var einnig brautryðjandi á sviði lífrænnar ræktunar og umhverfisverndar og á meðal þeirra fyrstu og fremstu á Norðurlöndunum í þeim efnum. Tilurð Sólheima kom kannski ekki til af góðu, heldur ömurlegum samfélagslegum aðstæðum og almennum fordómum, auk þess sem kannski má setja spurningamerki við aðskilið samfélag fyrir þá sem minna mega sín. En það breytir því ekki að í ævistarfi Sesselju er að finna baráttumál sem enn í dag virðast stranda á ráðamönnum þjóðarinnar. Í þeim efnum liggur beint við að minna á að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 hefur enn ekki verið fullgiltur á Íslandi eins og í langflestum ríkjum og þar á meðal á Norðurlöndunum öllum. Hér hefur verið farin sú leið að reyna að þoka íslensku regluverki í átt til viðunandi stöðu fyrir samninginn á meðan flestar þjóðir hafa kosið að fullgilda samninginn og hraða í kjölfarið aðlögun. Hér væri nær að líta til starfshátta Sólheima þar sem var myndað samfélag sem tók mið af þörfum einstaklinga og starfsgetu. Þetta snýst nefnilega um mannréttindi og einstaklinga en ekki kerfi og stjórnendur þeirra. Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem lögð er áhersla á ræktun manns og náttúru. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta atvinnustarfsemi þar sem atvinnulífið lagar sig að starfsgetu og möguleikum ábúenda auk þess sem lífræn ræktun og umhverfisvernd eru í öndvegi. Atvinnuhugsun sem íslenskt samfélag mætti svo sannarlega taka sér til fyrirmyndar bæði í fjölbreytni sinni sem og í fegurð þess að allir njóti öryggis í lífi, leik og starfi. Hagnaðurinn af starfi Sólheima á tæpri öld snýst ekki um krónur og aura heldur manneskjurnar og sjálfa lífshamingjuna. Sólheimar hafa vissulega átt góða að enda kostar það sitt að byggja sjálfbært og mannvænt samfélag frá grunni í hörðum heimi. Það er margt í samfélagi Sólheima sem íslenskt samfélag getur tekið sér til fyrirmyndar. Þar er að finna mannvænt og fordómalaust samfélag sem lifir í sátt við náttúruna og umhverfið. Það er vonandi að heimsókn forsetans til Sólheima feli í sér nýja hugsun og breytta tíma í íslensku samfélagi. Að heimsóknin sé boðberi nýrra tíma fyrir alla sem minna mega sín og hafa ekki fengið að njóta sín á eigin forsendum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Það er engin tilviljun sem ræður fyrsta heimsóknarstað Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og eiginkonu hans, Elizu Reid. Sólheimar eru heillandi staður með merkilega sögu sem byggir á draumi einnar konu, Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, sem lét sig umfram annað varða líf og aðstæður þeirra barna sem minna máttu sín í íslensku samfélagi á síðustu öld. Allt frá upphafi lagði Sesselja áherslu á það að Sólheimar væru ekki stofnun heldur heimili þar sem fatlaðir og ófatlaðir deildu kjörum samfélaginu til góðs. Sesselja var einnig brautryðjandi á sviði lífrænnar ræktunar og umhverfisverndar og á meðal þeirra fyrstu og fremstu á Norðurlöndunum í þeim efnum. Tilurð Sólheima kom kannski ekki til af góðu, heldur ömurlegum samfélagslegum aðstæðum og almennum fordómum, auk þess sem kannski má setja spurningamerki við aðskilið samfélag fyrir þá sem minna mega sín. En það breytir því ekki að í ævistarfi Sesselju er að finna baráttumál sem enn í dag virðast stranda á ráðamönnum þjóðarinnar. Í þeim efnum liggur beint við að minna á að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 hefur enn ekki verið fullgiltur á Íslandi eins og í langflestum ríkjum og þar á meðal á Norðurlöndunum öllum. Hér hefur verið farin sú leið að reyna að þoka íslensku regluverki í átt til viðunandi stöðu fyrir samninginn á meðan flestar þjóðir hafa kosið að fullgilda samninginn og hraða í kjölfarið aðlögun. Hér væri nær að líta til starfshátta Sólheima þar sem var myndað samfélag sem tók mið af þörfum einstaklinga og starfsgetu. Þetta snýst nefnilega um mannréttindi og einstaklinga en ekki kerfi og stjórnendur þeirra. Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem lögð er áhersla á ræktun manns og náttúru. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta atvinnustarfsemi þar sem atvinnulífið lagar sig að starfsgetu og möguleikum ábúenda auk þess sem lífræn ræktun og umhverfisvernd eru í öndvegi. Atvinnuhugsun sem íslenskt samfélag mætti svo sannarlega taka sér til fyrirmyndar bæði í fjölbreytni sinni sem og í fegurð þess að allir njóti öryggis í lífi, leik og starfi. Hagnaðurinn af starfi Sólheima á tæpri öld snýst ekki um krónur og aura heldur manneskjurnar og sjálfa lífshamingjuna. Sólheimar hafa vissulega átt góða að enda kostar það sitt að byggja sjálfbært og mannvænt samfélag frá grunni í hörðum heimi. Það er margt í samfélagi Sólheima sem íslenskt samfélag getur tekið sér til fyrirmyndar. Þar er að finna mannvænt og fordómalaust samfélag sem lifir í sátt við náttúruna og umhverfið. Það er vonandi að heimsókn forsetans til Sólheima feli í sér nýja hugsun og breytta tíma í íslensku samfélagi. Að heimsóknin sé boðberi nýrra tíma fyrir alla sem minna mega sín og hafa ekki fengið að njóta sín á eigin forsendum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. ágúst.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun