Börnin frekar en björninn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Íslendingar eru heimsmeistarar í að rífast nánast út af engu og/eða tuða yfir fréttum. Tuð er fyrir löngu orðið þjóðarsport okkar Íslendinga þó það hafi ekki komið almennilega upp á yfirborðið fyrr en á síðustu árum. Eftir þriggja vikna sameiningu þjóðar á meðan strákarnir okkar voru að gera stórkostlega hluti á EM þar sem við börðumst til dæmis öll saman gegn „illmenninu“ Cristiano Ronaldo var kominn aftur tími til að rífast. Hamingjan lifði í tvær vikur þar til ísbjörn var skotinn fyrir norðan. Þá gleymdu allir gleðinni og fóru að rífast. Hvernig datt mönnum í hug að skjóta eitt af hættulegustu dýrum jarðar, sársvangt á vappi þar sem börn voru að leik? Þetta var bara í alvöru spurning sem fólk velti upp. Birnan var örugglega ekkert svöng, nei, nei. Við mannfólkið þurfum að fá okkur eina með öllu eftir 500 metra sprett í Laugardalslaug. Hvítabjörninn var vafalítið til í eitt barn með öllu eftir 600 km sund frá Grænlandi! Allir sem stóðu að aðgerðinni hugsuðu fyrst og fremst um öryggi fólksins fyrir þessu stórhættulega og sársvanga dýri en sumum tókst að tuða yfir því líka. Börnum finnast bangsar krúttlegir og þau vita ekki betur. Hvað ef félagi hvítabjarnarins á listanum yfir hættulegustu dýr heims, kóbraslangan, myndi skríða úr einum bátnum við Reykjavíkurhöfn? Þá væru allir sammála um að lóga dýrinu því slöngur eru ekki jafn krúttlegar og bangsar. Það er nú þegar einn Íslendingur búinn að týna lífinu af völdum ísbjarnar. Það var á Grænlandi í fyrra. Sem betur fer var um að ræða hest en ekki manneskju. Leikum ekki við bangsann og höldum dauðsföllum mannfólks áfram á núllinu. Elskum börnin. Skjótum björninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Íslendingar eru heimsmeistarar í að rífast nánast út af engu og/eða tuða yfir fréttum. Tuð er fyrir löngu orðið þjóðarsport okkar Íslendinga þó það hafi ekki komið almennilega upp á yfirborðið fyrr en á síðustu árum. Eftir þriggja vikna sameiningu þjóðar á meðan strákarnir okkar voru að gera stórkostlega hluti á EM þar sem við börðumst til dæmis öll saman gegn „illmenninu“ Cristiano Ronaldo var kominn aftur tími til að rífast. Hamingjan lifði í tvær vikur þar til ísbjörn var skotinn fyrir norðan. Þá gleymdu allir gleðinni og fóru að rífast. Hvernig datt mönnum í hug að skjóta eitt af hættulegustu dýrum jarðar, sársvangt á vappi þar sem börn voru að leik? Þetta var bara í alvöru spurning sem fólk velti upp. Birnan var örugglega ekkert svöng, nei, nei. Við mannfólkið þurfum að fá okkur eina með öllu eftir 500 metra sprett í Laugardalslaug. Hvítabjörninn var vafalítið til í eitt barn með öllu eftir 600 km sund frá Grænlandi! Allir sem stóðu að aðgerðinni hugsuðu fyrst og fremst um öryggi fólksins fyrir þessu stórhættulega og sársvanga dýri en sumum tókst að tuða yfir því líka. Börnum finnast bangsar krúttlegir og þau vita ekki betur. Hvað ef félagi hvítabjarnarins á listanum yfir hættulegustu dýr heims, kóbraslangan, myndi skríða úr einum bátnum við Reykjavíkurhöfn? Þá væru allir sammála um að lóga dýrinu því slöngur eru ekki jafn krúttlegar og bangsar. Það er nú þegar einn Íslendingur búinn að týna lífinu af völdum ísbjarnar. Það var á Grænlandi í fyrra. Sem betur fer var um að ræða hest en ekki manneskju. Leikum ekki við bangsann og höldum dauðsföllum mannfólks áfram á núllinu. Elskum börnin. Skjótum björninn.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun