Viðskipti erlent

Stýrivextir á Bretlandi aldrei verið lægri

ingvar haraldsson skrifar
Mark Carney, seðlabankastjóri Englandsbanka.
Mark Carney, seðlabankastjóri Englandsbanka. Mynd/Getty
Stýrivextir á Bretlandi hafa verið lækkaðir úr 0,5 prósenti í 0,25 prósent. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, frá 2009 og hafa stýrivextirnir aldrei verið lægri. BBC greinir frá.

Englandsbanki tilkynnti einnig um að örva ætti hagkerfið með því að kaupa 60 milljarða punda, um 9.600 milljarða króna, af ríkisskuldabréfum og 10 milljarða punda af skuldabréfum fyrirtækja, um 1.600 milljarða króna. 

Í spá Englandsbanka kom fram að hann byggist við litlum hagvexti á seinni hluta ársins og að hagvöxtur hefði jafnvel orðið neikvæður ef bankinn hefði ekki gripið til aðgerða samkvæmt frétt BBC um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×