Eitrað fyrir börnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum, vísindamönnum og næringarfræðingum að hvítur sykur sé skaðlegur heilsu manna og einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Bandaríski læknirinn Robert Lustig sem er sérfræðingur í offitu barna hefur líkt hvíta sykrinum við eitur. Í niðurstöðum rannsóknar sem teymi hans birti í fyrra kemur fram ótvíræð sönnun þess að sykurinn er beinn orsakavaldur í insúlínviðnámi, sem er forstig áunninnar sykursýki. Insúlínviðnámið getur verið lúmskt og grafið um sig án þess að sjúklingurinn verði þess var. Innan fárra ára er svo viðkomandi með áunna sykursýki með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu og kostnaði fyrir kerfið. Í raun má segja að foreldri sem nærir barn óhóflega á sykri eða temur því ekki heilbrigðar neysluvenjur sé að vanrækja barnið. Börn sem borða of mikinn hvítan sykur eru fórnarlömb vanrækslu foreldra sinna. Rétt eins og börn sem er neitað um svefn eða hreyfingu. Foreldri sem veit betur en lætur sér fátt um finnast er komið að efri mörkum gáleysis eða neðri mörkum ásetnings um að valda barni sínu skaða. Með réttu mætti spyrja fólk í slíkri stöðu, elskar þú ekki barnið þitt? Fólk getur ekki borið fyrir sig þekkingarleysi þegar skaðsemi viðbætts sykurs er annars vegar. Er æskilegt að ríkisvaldið reyni að hafa áhrif á eftirspurn eftir vörum með hvítum sykri með lýðheilsu að markmiði? Er það hlutverk ríkisins að stjórna því hvað menn borða? Skiptir máli að eiginlegt tjón vegna heilsubrestsins sem leiðir af sykurneyslunni er hjá skattgreiðendum því kerfið er fjármagnað með skattfé? Við þessum spurningum eru ekki einföld svör. Þau hljóta jafnframt að taka mið af gildismati hvers og eins. Niðurstöður rannsóknar sem birtust í New England Journal of Medicine árið 2009 sýndu að verðstýring með sköttum á sykraðar drykkjarvörur geti haft áhrif til að minnka neyslu. Hinn 1. janúar 2015 voru vörugjöld á sykruðum mat felld niður hér á landi en á sama tíma var virðisaukaskattur á mat og þar með sælgæti hækkaður úr sjö prósentum í ellefu. Sértæk skattlagning er ekki af hinu góða og einfalt og fyrirsjáanlegt skattkerfi er eftirsóknarvert. Hins vegar má velta fyrir sér hvort rétt sé að beita skattlagningarheimildum til að skapa hvata fyrir fólk til að draga úr sykurneyslu sérstaklega í ljósi þess hversu ódýr hann er. Til dæmis með hækkun sykraðrar matvöru í efsta þrep virðisaukaskatts. Eða með lækkun virðisaukaskatts á mat sem inniheldur engan sykur. Grænmeti og ávextir eru nógu dýrir á Íslandi. Það er stundum ódýrara fyrir neytendur að kaupa Kit Kat og Snickers heldur en banana og perur. Ávextir og grænmeti bera sömu skatta og sælgæti. Með þessu sendir ríkisvaldið röng skilaboð. Þetta er óeðlilegt og þessu þarf að breyta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum, vísindamönnum og næringarfræðingum að hvítur sykur sé skaðlegur heilsu manna og einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum. Bandaríski læknirinn Robert Lustig sem er sérfræðingur í offitu barna hefur líkt hvíta sykrinum við eitur. Í niðurstöðum rannsóknar sem teymi hans birti í fyrra kemur fram ótvíræð sönnun þess að sykurinn er beinn orsakavaldur í insúlínviðnámi, sem er forstig áunninnar sykursýki. Insúlínviðnámið getur verið lúmskt og grafið um sig án þess að sjúklingurinn verði þess var. Innan fárra ára er svo viðkomandi með áunna sykursýki með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu og kostnaði fyrir kerfið. Í raun má segja að foreldri sem nærir barn óhóflega á sykri eða temur því ekki heilbrigðar neysluvenjur sé að vanrækja barnið. Börn sem borða of mikinn hvítan sykur eru fórnarlömb vanrækslu foreldra sinna. Rétt eins og börn sem er neitað um svefn eða hreyfingu. Foreldri sem veit betur en lætur sér fátt um finnast er komið að efri mörkum gáleysis eða neðri mörkum ásetnings um að valda barni sínu skaða. Með réttu mætti spyrja fólk í slíkri stöðu, elskar þú ekki barnið þitt? Fólk getur ekki borið fyrir sig þekkingarleysi þegar skaðsemi viðbætts sykurs er annars vegar. Er æskilegt að ríkisvaldið reyni að hafa áhrif á eftirspurn eftir vörum með hvítum sykri með lýðheilsu að markmiði? Er það hlutverk ríkisins að stjórna því hvað menn borða? Skiptir máli að eiginlegt tjón vegna heilsubrestsins sem leiðir af sykurneyslunni er hjá skattgreiðendum því kerfið er fjármagnað með skattfé? Við þessum spurningum eru ekki einföld svör. Þau hljóta jafnframt að taka mið af gildismati hvers og eins. Niðurstöður rannsóknar sem birtust í New England Journal of Medicine árið 2009 sýndu að verðstýring með sköttum á sykraðar drykkjarvörur geti haft áhrif til að minnka neyslu. Hinn 1. janúar 2015 voru vörugjöld á sykruðum mat felld niður hér á landi en á sama tíma var virðisaukaskattur á mat og þar með sælgæti hækkaður úr sjö prósentum í ellefu. Sértæk skattlagning er ekki af hinu góða og einfalt og fyrirsjáanlegt skattkerfi er eftirsóknarvert. Hins vegar má velta fyrir sér hvort rétt sé að beita skattlagningarheimildum til að skapa hvata fyrir fólk til að draga úr sykurneyslu sérstaklega í ljósi þess hversu ódýr hann er. Til dæmis með hækkun sykraðrar matvöru í efsta þrep virðisaukaskatts. Eða með lækkun virðisaukaskatts á mat sem inniheldur engan sykur. Grænmeti og ávextir eru nógu dýrir á Íslandi. Það er stundum ódýrara fyrir neytendur að kaupa Kit Kat og Snickers heldur en banana og perur. Ávextir og grænmeti bera sömu skatta og sælgæti. Með þessu sendir ríkisvaldið röng skilaboð. Þetta er óeðlilegt og þessu þarf að breyta.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun