Aldrei bíll í bílskúrnum Pawel Bartoszek. skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Við eignumst fullt af hlutum um ævina. Einn þeirra, bíllinn, er sérstaklega hannaður til að þola útiveru. Samt byggjum við sérstakt húsnæði, bílskúra, til að geyma bíla inni. Þetta húsnæði notum við svo ekki til að geyma bíla, enda má geyma þá úti, heldur til að geyma hluti sem þola útiveru verr. En hvernig hluti? Hluti sem við notum mikið? Nei, þá höfum við inni í íbúðinni. Hluti sem gleðja hjarta okkar? Nei, þá viljum við hafa í nálægt okkur. Nei, í bílskúrnum geymum við hluti sem við þurfum ekki á að halda og elskum ekki en myndum fá samviskubit yfir að henda. Stundum föttum við þetta og leyfum öðrum að nota bílskúrinn. Einu sinni gat fólk selt bílskúra. En þá kom á daginn að fólk sem kaupir bílskúra notar þá öðruvísi. Ef fólk þarf að eyða nokkrum milljónum til að geyma barnavagnasafn eða glerskáp úr dánarbúi þá hendir það draslinu eða gefur það. Fólk sem kaupir eða leigir rými sérstaklega geymir þar dót sem það elskar og notar. Til dæmis trommusett. Svo var tekið fyrir þetta. Bílskúrseigendur þóttu slappir nágrannar, tóku ekki þátt í hússjóði, trommuðu á trommusettin sín og nýttu skúrana undir verkstæði eða íbúðir. Í dag má áfram leigja skúra í blokkum, en eflaust er ákveðin notkun þeirra sums staðar illa séð. Hin fjölbreytta nýting bílskúra er samt ákveðin vísbending um að það sé þörf á svona einföldum rýmum sem nýta má í alls konar tilgangi. Til dæmis til að hýsa ísbúðir, hjólaverkstæði, hverfisknæpur eða híbýli fyrir fátæka námsmenn. Það er kannski bara ekki jafn mikil þörf til að hafa allt þetta húsnæði til að geyma bíla.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Við eignumst fullt af hlutum um ævina. Einn þeirra, bíllinn, er sérstaklega hannaður til að þola útiveru. Samt byggjum við sérstakt húsnæði, bílskúra, til að geyma bíla inni. Þetta húsnæði notum við svo ekki til að geyma bíla, enda má geyma þá úti, heldur til að geyma hluti sem þola útiveru verr. En hvernig hluti? Hluti sem við notum mikið? Nei, þá höfum við inni í íbúðinni. Hluti sem gleðja hjarta okkar? Nei, þá viljum við hafa í nálægt okkur. Nei, í bílskúrnum geymum við hluti sem við þurfum ekki á að halda og elskum ekki en myndum fá samviskubit yfir að henda. Stundum föttum við þetta og leyfum öðrum að nota bílskúrinn. Einu sinni gat fólk selt bílskúra. En þá kom á daginn að fólk sem kaupir bílskúra notar þá öðruvísi. Ef fólk þarf að eyða nokkrum milljónum til að geyma barnavagnasafn eða glerskáp úr dánarbúi þá hendir það draslinu eða gefur það. Fólk sem kaupir eða leigir rými sérstaklega geymir þar dót sem það elskar og notar. Til dæmis trommusett. Svo var tekið fyrir þetta. Bílskúrseigendur þóttu slappir nágrannar, tóku ekki þátt í hússjóði, trommuðu á trommusettin sín og nýttu skúrana undir verkstæði eða íbúðir. Í dag má áfram leigja skúra í blokkum, en eflaust er ákveðin notkun þeirra sums staðar illa séð. Hin fjölbreytta nýting bílskúra er samt ákveðin vísbending um að það sé þörf á svona einföldum rýmum sem nýta má í alls konar tilgangi. Til dæmis til að hýsa ísbúðir, hjólaverkstæði, hverfisknæpur eða híbýli fyrir fátæka námsmenn. Það er kannski bara ekki jafn mikil þörf til að hafa allt þetta húsnæði til að geyma bíla.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun