Aron Can kom fram á lokuðum skemmtistað sem var aðeins fyrir útskriftarárgang MS á föstudaginn síðasta. Með honum var plötusnúðurinn Arnar Leó en þeir héldu fjörinu uppi í um tvö tíma.
Aron gerði sér lítið fyrir og fékk sér sitt fyrsta húðflúr í ferðinni. Það var aftan á vinstri kálfann en fótinn merkti hann með ártalinu 2016 enda eflaust að upplifa eitt besta ár lífsins til þessa.
Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var í ferðinni en það var ferðaskrifstofan Tripical sem hélt utan um ferðalagið fyrir útskriftarhópinn og gerði myndbandið.