Líkur á að sölumetið á bílamarkaði frá 2005 verði slegið í ár Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2016 15:12 Salan gæti náð 21.000 bíla markinu í ár, en til þess þurfa að meðaltali að seljast 1.200 bílar í þeim mánuðum sem eftir eru af árinu. Ekki er ósennilegt að fjöldi seldra nýrra fólks- og sendibíla á þessu ári verði svipaður eða jafnvel meiri en gildandi sölumet sem slegið var árið 2005 þegar nýskráðir voru tæplega 21 þúsund þúsund fólks- og sendibílar, mesti fjöldi frá upphafi hér á landi. Fyrstu 7 mánuði þessa árs voru 14.832 bílar nýskráðir í heild á fólks- og sendibílamarkaðnum (sala til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga) og er BL söluhæst umboðanna með alls 3.937 bíla á tímabilinu. Ekki er fráleitt að á þeim 5 mánuðum sem eftir eru af árinu muni um 6.000 þúsund bílar verða nýskráðir hjá innflutningsaðilum, eða í kringum 1.200 bílar að meðaltali á mánuði. Það þýðir að miklar líkur eru á að fjöldinn í ár verði nærri sölumetinu frá 2005, ef ekki meiri. Almennt gerðu söluaðilar ráð fyrir að um 18.000 bílar yrðu nýskráðir á þessu ári. Með hliðsjón af þeirri markaðshlutdeild sem bíltegundir BL hafa um þessar mundir er hugsanlegt, en alls ekki víst, að bílamerki BL slái fimm þúsund bíla múrinn á árinu, sem ekki hefur gerst í sögu BL ehf. né heldur fyrirrennurum þess, B&L og Ingvari Helgasyni. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport
Ekki er ósennilegt að fjöldi seldra nýrra fólks- og sendibíla á þessu ári verði svipaður eða jafnvel meiri en gildandi sölumet sem slegið var árið 2005 þegar nýskráðir voru tæplega 21 þúsund þúsund fólks- og sendibílar, mesti fjöldi frá upphafi hér á landi. Fyrstu 7 mánuði þessa árs voru 14.832 bílar nýskráðir í heild á fólks- og sendibílamarkaðnum (sala til einstaklinga, fyrirtækja og bílaleiga) og er BL söluhæst umboðanna með alls 3.937 bíla á tímabilinu. Ekki er fráleitt að á þeim 5 mánuðum sem eftir eru af árinu muni um 6.000 þúsund bílar verða nýskráðir hjá innflutningsaðilum, eða í kringum 1.200 bílar að meðaltali á mánuði. Það þýðir að miklar líkur eru á að fjöldinn í ár verði nærri sölumetinu frá 2005, ef ekki meiri. Almennt gerðu söluaðilar ráð fyrir að um 18.000 bílar yrðu nýskráðir á þessu ári. Með hliðsjón af þeirri markaðshlutdeild sem bíltegundir BL hafa um þessar mundir er hugsanlegt, en alls ekki víst, að bílamerki BL slái fimm þúsund bíla múrinn á árinu, sem ekki hefur gerst í sögu BL ehf. né heldur fyrirrennurum þess, B&L og Ingvari Helgasyni.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport