Réttarhöldin Clinton gegn Trump Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. júlí 2016 06:00 Landsþing Demókrataflokksins hefur reynst frábært tæki til að kynna Hillary Clinton, sem nú hefur hlotið útnefningu sem forsetaefni flokksins. Auðvitað þarf ekkert að kynna Hillary, hana þekkja allir. Markmiðið er fyrst og fremst að kynna hugmyndina um Hillary sem forseta Bandaríkjanna og segja frá því hvernig manneskja hún er. Þrátt fyrir að fáir efist um reynslu, hæfni og greind hennar hefur veikleiki Hillary vera sá að fólk þekkir ekki hvernig manneskja hún er. Hún þykir ekki heldur jafn sjarmerandi og eiginmaður hennar, sem virðist reyndar að vísu klökkur að eðlisfari. Allt landsþingið hefur þess vegna miðað að því, beint og óbeint, að draga fram kosti Hillary, hugmyndir og hugmyndafræði. Ræða Bills Clinton þjónaði augljóslega þessum tilgangi. Inngangsorð ræðu hans voru auðvitað mjög falleg, þar sem hann sagði söguna af því þegar hann hitti stelpu vorið 1971. Hann var hlýr og aldrei áður hefur verið sögð saga af forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna sem missti legvatnið.Vorið 1971 Besta sjónvarpsefnið af landsþinginu eru einmitt ræðurnar sem þar hafa verið fluttar. Það er magnað hversu vel skrifaðar ræðurnar eru. Þó skiptir ekki síður máli um góða ræðu að hún sé vel flutt og þær hafa allar verið fluttar þannig að á þær er hlustað. Þær þjóna allar sama hlutverki, sem er að sannfæra bandarískan almenning um að Hillary Clinton muni reynast þjóðinni vel sem forseti. Að þessu leyti minnir landsþingið töluvert á sterkan málflutning lögmanna fyrir dómi. Þetta er dómsmálið Clinton gegn Trump. Kjósendur dæma að lokum. Málflutningsmenn stíga á svið hver á fætur öðrum og flytja málið um Clinton. Ræðumenn hafa allir fjallað um grunngildi og framtíðarsýn, hugmyndir og hugmyndafræði. Það gerði Hillary sjálf í frábærri ræðu á fimmtudagskvöld. Málflutningurinn á þingingu hefur verið heillandi, enda hefur ekki aðeins þýðingu að hafa staðreyndirnar með sér. Það þarf að hrífa fólkið með. Þegar það er gert kviknar áhugi fólks á stjórnmálum.Dómur fellur Landsþingið hefur ekki bara reynst sterk kynning á forsetaframbjóðandanum. Margar af ræðunum hafa verið svo áhrifamiklar að þær gætu unnið málið einar og sér. Þingið hófst á ræðu Michelle Obama sem var svo snjöll að sú hugmynd kviknaði hvort hún geti ekki verið svar demókrata að 8 árum liðnum. Hún lýsti sögulegu mikilvægi þess að fjölskylda hennar vaknar á degi hverjum í húsi sem þrælar byggðu og sögulegu mikilvægi þess að sjá dætur sínar tvær leika sér á lóð Hvíta hússins. Hún var ekki heldur feimin við að draga fram sögulegt mikilvægi þess að stíga nú næsta stóra skref og kjósa fyrstu konuna sem forseta Bandaríkjanna. Ræða Baracks Obama var sennilega sú besta á þinginu. Ræður hans eru ljóðrænar, í þeim er stígandi og flutningurinn minnir meira að segja stundum dálítið á Dr. King. Fyrir alla aðra en Bandaríkjamenn er dómurinn í þessu máli augljós áður en málið er flutt. En kosningar eru að þessu leyti líka eins og dómsmál. Þar má aldrei gefa sér niðurstöðuna. Málflutningsmenn þurfa að skilja hvaða röksemdir hafa mesta þýðingu. Munurinn á stefjunum um það hvernig flokkarnir tveir lýsa Bandaríkjunum hefur sjaldan verið jafn áberandi. Demókratar lýsa bjartri framtíðarsýn, Repúblikanar tala um ógn af óvinum. Það er reyndar grátbroslegt í ljósi þess að það er einmitt alvarleg ógn við Bandaríkin ef svo fer að Trump verður forseti.Veturinn 2016 Þrátt fyrir að við séum með óþol gagnvart því þegar Bandaríkjamenn mæra sig sem bestu þjóð heims þá stendur eftir að málflutningur landsþings demókrata um framtíðarsýn og gildi gerir að verkum að fólk um allan heim leggur við hlustir. Vonandi mun niðurstaða kosninganna velta á samanburði hugmynda og hugmyndafræði um hvernig samfélag Bandaríkjamenn vilja en ekki á útúrsnúningum og orðaleikjum á Twitter. Ef dómurinn byggir á hugmyndafræði, þá fáum við fljótlega að heyra fallegu söguna af því þegar bandaríska þjóðin kynntist konu veturinn 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Landsþing Demókrataflokksins hefur reynst frábært tæki til að kynna Hillary Clinton, sem nú hefur hlotið útnefningu sem forsetaefni flokksins. Auðvitað þarf ekkert að kynna Hillary, hana þekkja allir. Markmiðið er fyrst og fremst að kynna hugmyndina um Hillary sem forseta Bandaríkjanna og segja frá því hvernig manneskja hún er. Þrátt fyrir að fáir efist um reynslu, hæfni og greind hennar hefur veikleiki Hillary vera sá að fólk þekkir ekki hvernig manneskja hún er. Hún þykir ekki heldur jafn sjarmerandi og eiginmaður hennar, sem virðist reyndar að vísu klökkur að eðlisfari. Allt landsþingið hefur þess vegna miðað að því, beint og óbeint, að draga fram kosti Hillary, hugmyndir og hugmyndafræði. Ræða Bills Clinton þjónaði augljóslega þessum tilgangi. Inngangsorð ræðu hans voru auðvitað mjög falleg, þar sem hann sagði söguna af því þegar hann hitti stelpu vorið 1971. Hann var hlýr og aldrei áður hefur verið sögð saga af forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna sem missti legvatnið.Vorið 1971 Besta sjónvarpsefnið af landsþinginu eru einmitt ræðurnar sem þar hafa verið fluttar. Það er magnað hversu vel skrifaðar ræðurnar eru. Þó skiptir ekki síður máli um góða ræðu að hún sé vel flutt og þær hafa allar verið fluttar þannig að á þær er hlustað. Þær þjóna allar sama hlutverki, sem er að sannfæra bandarískan almenning um að Hillary Clinton muni reynast þjóðinni vel sem forseti. Að þessu leyti minnir landsþingið töluvert á sterkan málflutning lögmanna fyrir dómi. Þetta er dómsmálið Clinton gegn Trump. Kjósendur dæma að lokum. Málflutningsmenn stíga á svið hver á fætur öðrum og flytja málið um Clinton. Ræðumenn hafa allir fjallað um grunngildi og framtíðarsýn, hugmyndir og hugmyndafræði. Það gerði Hillary sjálf í frábærri ræðu á fimmtudagskvöld. Málflutningurinn á þingingu hefur verið heillandi, enda hefur ekki aðeins þýðingu að hafa staðreyndirnar með sér. Það þarf að hrífa fólkið með. Þegar það er gert kviknar áhugi fólks á stjórnmálum.Dómur fellur Landsþingið hefur ekki bara reynst sterk kynning á forsetaframbjóðandanum. Margar af ræðunum hafa verið svo áhrifamiklar að þær gætu unnið málið einar og sér. Þingið hófst á ræðu Michelle Obama sem var svo snjöll að sú hugmynd kviknaði hvort hún geti ekki verið svar demókrata að 8 árum liðnum. Hún lýsti sögulegu mikilvægi þess að fjölskylda hennar vaknar á degi hverjum í húsi sem þrælar byggðu og sögulegu mikilvægi þess að sjá dætur sínar tvær leika sér á lóð Hvíta hússins. Hún var ekki heldur feimin við að draga fram sögulegt mikilvægi þess að stíga nú næsta stóra skref og kjósa fyrstu konuna sem forseta Bandaríkjanna. Ræða Baracks Obama var sennilega sú besta á þinginu. Ræður hans eru ljóðrænar, í þeim er stígandi og flutningurinn minnir meira að segja stundum dálítið á Dr. King. Fyrir alla aðra en Bandaríkjamenn er dómurinn í þessu máli augljós áður en málið er flutt. En kosningar eru að þessu leyti líka eins og dómsmál. Þar má aldrei gefa sér niðurstöðuna. Málflutningsmenn þurfa að skilja hvaða röksemdir hafa mesta þýðingu. Munurinn á stefjunum um það hvernig flokkarnir tveir lýsa Bandaríkjunum hefur sjaldan verið jafn áberandi. Demókratar lýsa bjartri framtíðarsýn, Repúblikanar tala um ógn af óvinum. Það er reyndar grátbroslegt í ljósi þess að það er einmitt alvarleg ógn við Bandaríkin ef svo fer að Trump verður forseti.Veturinn 2016 Þrátt fyrir að við séum með óþol gagnvart því þegar Bandaríkjamenn mæra sig sem bestu þjóð heims þá stendur eftir að málflutningur landsþings demókrata um framtíðarsýn og gildi gerir að verkum að fólk um allan heim leggur við hlustir. Vonandi mun niðurstaða kosninganna velta á samanburði hugmynda og hugmyndafræði um hvernig samfélag Bandaríkjamenn vilja en ekki á útúrsnúningum og orðaleikjum á Twitter. Ef dómurinn byggir á hugmyndafræði, þá fáum við fljótlega að heyra fallegu söguna af því þegar bandaríska þjóðin kynntist konu veturinn 2016.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun