Sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2016 14:04 Hamilton fagnar við komuna í mark. vísir/epa Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í þýska kappakstrinum í dag. Þetta var sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum en hann er nú kominn með 19 stiga forskot á Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Daniel Ricciardo á Red Bull endaði í 2. sæti og samherji hans, Max Verstappen, í því þriðja. Rosberg tókst ekki að sigra á heimavelli en hann endaði í 4. sæti. Rosberg var með rásspól en Hamilton náði strax forystunni af samherja sínum. „Ég vil þakka öllum sem mættu til að horfa á. Það er frábært að sjá svona marga hérna. Þetta var frábær kappakstur, þvílík byrjun. Þetta snerist bara um að vera svalur og halda haus,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Staða hans hefur breyst mikið á undanförnum vikum. Eftir spænska kappaksturinn var hann 43 stigum á eftir Rosberg en nú er hann 19 stigum á undan Þjóðverjanum. Nú tekur við mánaðar sumarfrí en næsta keppni er í Belgíu 28. ágúst. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í þýska kappakstrinum í dag. Þetta var sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum en hann er nú kominn með 19 stiga forskot á Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Daniel Ricciardo á Red Bull endaði í 2. sæti og samherji hans, Max Verstappen, í því þriðja. Rosberg tókst ekki að sigra á heimavelli en hann endaði í 4. sæti. Rosberg var með rásspól en Hamilton náði strax forystunni af samherja sínum. „Ég vil þakka öllum sem mættu til að horfa á. Það er frábært að sjá svona marga hérna. Þetta var frábær kappakstur, þvílík byrjun. Þetta snerist bara um að vera svalur og halda haus,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Staða hans hefur breyst mikið á undanförnum vikum. Eftir spænska kappaksturinn var hann 43 stigum á eftir Rosberg en nú er hann 19 stigum á undan Þjóðverjanum. Nú tekur við mánaðar sumarfrí en næsta keppni er í Belgíu 28. ágúst.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira