Matseljan eitrar fyrir sér María Elísabet Bragadóttir skrifar 20. júlí 2016 07:00 Þessi pistill er óður til formæðra minna sem hötuðu að elda en líka til þeirra sem höfðu yndi af því. Ömmu minni hefur þó alltaf leiðst það. Einu sinni gerði ég heiðarlega tilraun til að festa ömmu við metafóríska eldflaug og skjóta henni til nútíðar. Færði henni tilbúið sushi í plastbakka. Einnota prjónar og gervilegt wasabi-mauk. Amma renndi desertgaffli undir lítinn maki-bita og tuggði af kurteislegri óbeit. Of tortryggin til að hlaupa upp kapítalísk gálgaþrep, of elskuleg til að afþakka það. En öldum saman elduðu konur kvöldmat. Sumar íslenskar konur veltu ýsuflökum upp úr raspi óteljandi mánudaga í röð, af vísindalegri nákvæmni. Aðrar höfðu engan áhuga á matargerð, hnepptar í hversdagslega ánauð. Tróðu tilvistarlegum spurningum inn í þunglyndislega sveskjufyllt lambalæri sem bakaðist í logbrennandi ofni. Rjóðar hendur af heitu uppvaski sprautuðu grænsápu á diska. Svo sigtuðu þær hveiti fyrir hjónabandssælu. Til voru karlar sem gerðu sömu hluti en undir formerkjum ástríðu og fagmennsku. Arfleifð ofangreindrar fortíðar eru lúmsk hugrenningatengsl. Við eignum körlum ósjálfrátt sérfræðikunnáttu. Tengsl þeirra við fagmennsku og ástríðu eru ótvíræð og rista djúpt. Árið 2014 stóð kona í fyrsta sinn uppi sem sigurvegari fyrir Köku ársins. Það var nú mikið að konu tókst að baka góða köku, hvíslaði fólk. Kaffibarþjónar með Y-kynlitning virðast líklegri til að klífa metorðastigann þó flestir kaffibarþjónar séu konur. Við tengjum strit við konur en vit við karla. Það er varasamt að horfast ekki í augu við þessi tengsl og fyrirsláttur að tala um tilviljanir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Þessi pistill er óður til formæðra minna sem hötuðu að elda en líka til þeirra sem höfðu yndi af því. Ömmu minni hefur þó alltaf leiðst það. Einu sinni gerði ég heiðarlega tilraun til að festa ömmu við metafóríska eldflaug og skjóta henni til nútíðar. Færði henni tilbúið sushi í plastbakka. Einnota prjónar og gervilegt wasabi-mauk. Amma renndi desertgaffli undir lítinn maki-bita og tuggði af kurteislegri óbeit. Of tortryggin til að hlaupa upp kapítalísk gálgaþrep, of elskuleg til að afþakka það. En öldum saman elduðu konur kvöldmat. Sumar íslenskar konur veltu ýsuflökum upp úr raspi óteljandi mánudaga í röð, af vísindalegri nákvæmni. Aðrar höfðu engan áhuga á matargerð, hnepptar í hversdagslega ánauð. Tróðu tilvistarlegum spurningum inn í þunglyndislega sveskjufyllt lambalæri sem bakaðist í logbrennandi ofni. Rjóðar hendur af heitu uppvaski sprautuðu grænsápu á diska. Svo sigtuðu þær hveiti fyrir hjónabandssælu. Til voru karlar sem gerðu sömu hluti en undir formerkjum ástríðu og fagmennsku. Arfleifð ofangreindrar fortíðar eru lúmsk hugrenningatengsl. Við eignum körlum ósjálfrátt sérfræðikunnáttu. Tengsl þeirra við fagmennsku og ástríðu eru ótvíræð og rista djúpt. Árið 2014 stóð kona í fyrsta sinn uppi sem sigurvegari fyrir Köku ársins. Það var nú mikið að konu tókst að baka góða köku, hvíslaði fólk. Kaffibarþjónar með Y-kynlitning virðast líklegri til að klífa metorðastigann þó flestir kaffibarþjónar séu konur. Við tengjum strit við konur en vit við karla. Það er varasamt að horfast ekki í augu við þessi tengsl og fyrirsláttur að tala um tilviljanir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun