Kína bannar prófanir á sjálfakandi bílum Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 13:53 Þétt bílaumferð í Kína. Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent