Fótbolti

Evrópumeistaraþjálfarinn verðlaunaður með nýjum samningi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Santos lyftir Evrópubikarnum.
Santos lyftir Evrópubikarnum. vísir/getty
Portúgalska knattspyrnusambandið hefur verðlaunað landsliðsþjálfarann Fernando Santos með nýjum fjögurra ára samningi.

Sem kunnugt er stýrði Santos Portúgölum til sigurs á EM í Frakklandi og eðlilega er mikil ánægja með hans störf.

Portúgal vann Frakkland með einu marki gegn engu í úrslitaleik EM, þrátt fyrir að hafa misst sinn besta mann, Cristiano Ronaldo, af velli vegna meiðsla um miðjan fyrri hálfleik.

Santos tók við Portúgölum fyrir tveimur árum og hefur gert góða hluti með liðið. Portúgalar hafa unnið 16 af 26 leikjum undir stjórn hins 61 ára gamla Santos og ekki enn tapað keppnisleik.

Næsta verkefni Santos er að koma Portúgal á HM í Rússlandi 2018. Portúgalar sækja Sviss heim í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 6. september næstkomandi. Auk þessara tveggja liða eru Ungverjaland, Færeyjar, Andorra og Lettland í B-riðli undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×