Frumsýning: Edda Björgvins fer á kostum í nýju myndbandi JJ Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júlí 2016 13:00 Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson henti óvænt út nýju lagi í dag og leiknu myndbandi sem skartar engri annarri en Eddu Björgvins í aðalhlutverki. Lagið heitir Your Day og er í hressara lagi. Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni en það má sjá hér fyrir ofan. Þetta er fyrsta leikna tónlistarmyndband Jóns í lengri tíma. „Það er langt síðan ég gaf út lag og gaman að láta verða af því,“ segir Jón Jónsson. „Ég samdi það að megninu til þegar ég var í fríi í Flórída á síðasta ári. Það kannski útskýrir afhverju það er svona hresst. Svo fékk ég einn peppaðasta mann landsins, Berg Ebba, til þess að semja textann. Hann var alltaf ákveðinn í því að þetta yrði að vera brjálað pepp-lag. Hann sagði fyrst að lagið ætti að fjalla um mann sem gerir allt á einum degi – og hjálpar gamalli konu yfir götu. Ég emjaði af hlátri á meðan hann talaði um þetta. En útkoman var sú að lagið fjallar um það að dagurinn í dag er dagurinn sem þú dregur frá gluggtjöldin, stígur upp úr sófanum og gerir allt sem þig hefur langað til þess að gera.“Edda Björgvins í hlutverki sínu sem Gríma.Vísir/Freyr ÁrnasonFlótti Grímu frá elliheimilinuMyndbandið er í takt við boðskap lagsins en þar leikur Edda Björgvins konu á elliheimili sem ákveður að láta til skara skríða og leita á vit ævintýranna. „Hún er nú kannski ekkert endilega að nýta heiðarlegustu aðgerðirnar til þess að koma draumum sínum í verk en engu að síður á hún stórkostlegan dag. Það er eitthvað sem allir geta gert.“ Jón sést lítið sem ekkert í myndbandinu en andliti hans bregður einu sinni fyrir þegar sú gamla setur kassettu í tækið og stígur dans. Hann var þó viðstaddur tökur með Eddu og Frey leikstjóra og hafði gaman að. „Hún leysti þetta fáránlega vel og var í karakter allan tímann. Hún nefndi persónuna Gríma og mér þykir alveg jafn vænt um Grímu og Eddu. Ég vil sjá 90 mínútna bíómynd af frekari ævintýrum Grímu.“ Jón kemur fram ásamt 6 manna hljómsveit sinni á Café Rósenberg í kvöld. Til þess að auglýsa þá tónleika skellti Jón stuttu kynningarmyndbandi á Facebook til þess að kynna það. Það má sjá hér fyrir neðan. Tónlist Tengdar fréttir Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson henti óvænt út nýju lagi í dag og leiknu myndbandi sem skartar engri annarri en Eddu Björgvins í aðalhlutverki. Lagið heitir Your Day og er í hressara lagi. Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni en það má sjá hér fyrir ofan. Þetta er fyrsta leikna tónlistarmyndband Jóns í lengri tíma. „Það er langt síðan ég gaf út lag og gaman að láta verða af því,“ segir Jón Jónsson. „Ég samdi það að megninu til þegar ég var í fríi í Flórída á síðasta ári. Það kannski útskýrir afhverju það er svona hresst. Svo fékk ég einn peppaðasta mann landsins, Berg Ebba, til þess að semja textann. Hann var alltaf ákveðinn í því að þetta yrði að vera brjálað pepp-lag. Hann sagði fyrst að lagið ætti að fjalla um mann sem gerir allt á einum degi – og hjálpar gamalli konu yfir götu. Ég emjaði af hlátri á meðan hann talaði um þetta. En útkoman var sú að lagið fjallar um það að dagurinn í dag er dagurinn sem þú dregur frá gluggtjöldin, stígur upp úr sófanum og gerir allt sem þig hefur langað til þess að gera.“Edda Björgvins í hlutverki sínu sem Gríma.Vísir/Freyr ÁrnasonFlótti Grímu frá elliheimilinuMyndbandið er í takt við boðskap lagsins en þar leikur Edda Björgvins konu á elliheimili sem ákveður að láta til skara skríða og leita á vit ævintýranna. „Hún er nú kannski ekkert endilega að nýta heiðarlegustu aðgerðirnar til þess að koma draumum sínum í verk en engu að síður á hún stórkostlegan dag. Það er eitthvað sem allir geta gert.“ Jón sést lítið sem ekkert í myndbandinu en andliti hans bregður einu sinni fyrir þegar sú gamla setur kassettu í tækið og stígur dans. Hann var þó viðstaddur tökur með Eddu og Frey leikstjóra og hafði gaman að. „Hún leysti þetta fáránlega vel og var í karakter allan tímann. Hún nefndi persónuna Gríma og mér þykir alveg jafn vænt um Grímu og Eddu. Ég vil sjá 90 mínútna bíómynd af frekari ævintýrum Grímu.“ Jón kemur fram ásamt 6 manna hljómsveit sinni á Café Rósenberg í kvöld. Til þess að auglýsa þá tónleika skellti Jón stuttu kynningarmyndbandi á Facebook til þess að kynna það. Það má sjá hér fyrir neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15