Zoe Saldana átti frumsýningu Star Trek í Givenchy kjól Ritstjórn skrifar 22. júlí 2016 19:00 Zoe er yfirleitt sú glæsilegasta á rauða dreglinum hverju sinni. Myndir/Getty Zoe Saldana bar af á rauða dreglinum fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar Star Trek Beyond. Hún klæddist ljósbláum pallíettukjól frá haustlínu Givenchy. Kjóllinn er í hálfgerðu hafmeyju sniði og skemmtilega opinn í bakið eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Það hefur vakið athygli að Zoe velur sér yfirleitt hlutverk sem gerast úti í geimi eða öðrum plánetum, eins og Star Trek. Hún hefur einnig leikið í Avatar og Guardians of the Galaxy ásamt fleiri Star Trek myndum í gegnum tíðina. Ástæðuna segir hún vera að það er auðveldara að fá hlutverk fyrir konur úti í geimi heldur en á jörðu niðri. Athyglisverður en jafnframt sorglegur punktur hjá þessari hæfileikaríku leikkonu. Þessi ljósblái Givenchy kjóll er einstaklega flottur.Myndir/GettyKjóllinn er ekki verri í bakinu. Mest lesið Ilmandi fegurð á stóra daginn Glamour Landsliðið les Glamour Glamour Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Auglýsing Gucci bönnuð vegna holdafars fyrirsætu Glamour MTV EMA: Best klæddu stjörnurnar Glamour Beyonce stofnar styrktarsjóðinn Formation Glamour Hárstjörnur heimsækja Ísland Glamour Best klæddu stjörnur vikunnar Glamour
Zoe Saldana bar af á rauða dreglinum fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar Star Trek Beyond. Hún klæddist ljósbláum pallíettukjól frá haustlínu Givenchy. Kjóllinn er í hálfgerðu hafmeyju sniði og skemmtilega opinn í bakið eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Það hefur vakið athygli að Zoe velur sér yfirleitt hlutverk sem gerast úti í geimi eða öðrum plánetum, eins og Star Trek. Hún hefur einnig leikið í Avatar og Guardians of the Galaxy ásamt fleiri Star Trek myndum í gegnum tíðina. Ástæðuna segir hún vera að það er auðveldara að fá hlutverk fyrir konur úti í geimi heldur en á jörðu niðri. Athyglisverður en jafnframt sorglegur punktur hjá þessari hæfileikaríku leikkonu. Þessi ljósblái Givenchy kjóll er einstaklega flottur.Myndir/GettyKjóllinn er ekki verri í bakinu.
Mest lesið Ilmandi fegurð á stóra daginn Glamour Landsliðið les Glamour Glamour Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Langar þig í Glamour x Ellingsen hettupeysu? Glamour Auglýsing Gucci bönnuð vegna holdafars fyrirsætu Glamour MTV EMA: Best klæddu stjörnurnar Glamour Beyonce stofnar styrktarsjóðinn Formation Glamour Hárstjörnur heimsækja Ísland Glamour Best klæddu stjörnur vikunnar Glamour