Haukur Heiðar Hauksson skoraði fyrsta mark AIK í stórsigri gegn Hammarby, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Haukur kom boltanum í netið eftir um tíu mínútna leik en þeir Eero Markkanen og Ebenezer Ofori gerði síðan sitt markið hvor síðar í fyrri hálfleiknum. Ekki voru fleiri mörk skoruð og vann AIK auðveldan sigur.
Ögmundur Kristinsson var í rammanum hjá Hammarby en þeir Birgir Már Sævarsson og Arnór Smárason léku einnig allan leikinn fyrir heimamenn. Haukur Heiðar lék allan leikinn fyrir AIK sem er í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig. Hammarby er í því fjórtánda með 14 stig er fallsæti.
Haukur skoraði í góðum útisigri AIK
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti


Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



