Takan á Vesturlandi mjög róleg Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2016 10:20 Það er kannski lítið vatn í sumum ánum á Vesturlandi en samt ekki á þeim mörkum að það ætti að hafa mikil áhrif á tökuna hjá laxinum. Árnar hafa verið heitar suma daga og þá sérstaklega seinni part dags en þá ná þær allt að 17 stigum sem er oft mikill áhrifavaldur á tökugleði laxfiska. Árnar kólna þó mikið á næturnar og þess vegna við þessi skilyrði verður takan oft betri á morgnana. Ekki hefur verið glampandi sól síðustu daga svo það er ekki hægt að kenna henni um að takan á Vesturlandi síðustu daga hefur verið afskaplega slök. Það má meira að segja tala um að hún sé bara afleit. Það er vissulega minni laxgengd en í fyrra en það var líka um metár að ræða. Veiðimönnum sýnist í flestum tilfellum að um svipaðar göngur sé að ræða eins á meðalári og þær ár sem eru með laxateljara staðfesta þetta, þetta er líklega rétt undir meðalári í göngum. En göngurnar komu snemma. Líklega tveimur til fjórum vikum fyrr en vani er og þetta sést mjög vel á veiddum laxi. Þegar það veiðast nokkrir grútlegnir um miðjan júlí og á sama tíma varla lúsugann lax að finna í ánum er ljóst að fordæmin fyrir svona snemmgengnum göngum eru fá ef einhver. Smálaxagöngur hafa á sama tíma verið heldur rýrar en það ásamt öllu ofantöldu skýrir ekki þetta tökuleysi. Það vantar lax í einhverjar árnar, það er ljóst en ef við tökum Norðurá, Þverá, Langá og Haffjarðará þá er gott magn af laxi í þeim. Teljarinn í Langá við fossinn Skugga er að nálgast 2.400 laxa og svo er alltaf nokkuð magn sem fer framhjá teljaranum sína hefðbundnu leið upp fossinn, gefum okkur að það sé 10 prósent sem er þó varlega áætlað. Það gefur okkur að 2.640 laxar hafi gengið í ánna til dagsins í dag. Það er búið að veiða hátt í 700 laxa þannig að óveiddir laxar í Langá eru kannski 1.700 til 1.900. Af þeim eru hátt í 700 gengnir uppá Fjall það skilur samt eftir þúsund laxa á miðsvæðinu. Það fer ekkert á milli mála að það er fiskur í svo til öllum hyljum en hann er tregur til að taka það er deginum ljósara. Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði
Það er kannski lítið vatn í sumum ánum á Vesturlandi en samt ekki á þeim mörkum að það ætti að hafa mikil áhrif á tökuna hjá laxinum. Árnar hafa verið heitar suma daga og þá sérstaklega seinni part dags en þá ná þær allt að 17 stigum sem er oft mikill áhrifavaldur á tökugleði laxfiska. Árnar kólna þó mikið á næturnar og þess vegna við þessi skilyrði verður takan oft betri á morgnana. Ekki hefur verið glampandi sól síðustu daga svo það er ekki hægt að kenna henni um að takan á Vesturlandi síðustu daga hefur verið afskaplega slök. Það má meira að segja tala um að hún sé bara afleit. Það er vissulega minni laxgengd en í fyrra en það var líka um metár að ræða. Veiðimönnum sýnist í flestum tilfellum að um svipaðar göngur sé að ræða eins á meðalári og þær ár sem eru með laxateljara staðfesta þetta, þetta er líklega rétt undir meðalári í göngum. En göngurnar komu snemma. Líklega tveimur til fjórum vikum fyrr en vani er og þetta sést mjög vel á veiddum laxi. Þegar það veiðast nokkrir grútlegnir um miðjan júlí og á sama tíma varla lúsugann lax að finna í ánum er ljóst að fordæmin fyrir svona snemmgengnum göngum eru fá ef einhver. Smálaxagöngur hafa á sama tíma verið heldur rýrar en það ásamt öllu ofantöldu skýrir ekki þetta tökuleysi. Það vantar lax í einhverjar árnar, það er ljóst en ef við tökum Norðurá, Þverá, Langá og Haffjarðará þá er gott magn af laxi í þeim. Teljarinn í Langá við fossinn Skugga er að nálgast 2.400 laxa og svo er alltaf nokkuð magn sem fer framhjá teljaranum sína hefðbundnu leið upp fossinn, gefum okkur að það sé 10 prósent sem er þó varlega áætlað. Það gefur okkur að 2.640 laxar hafi gengið í ánna til dagsins í dag. Það er búið að veiða hátt í 700 laxa þannig að óveiddir laxar í Langá eru kannski 1.700 til 1.900. Af þeim eru hátt í 700 gengnir uppá Fjall það skilur samt eftir þúsund laxa á miðsvæðinu. Það fer ekkert á milli mála að það er fiskur í svo til öllum hyljum en hann er tregur til að taka það er deginum ljósara.
Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði